Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mán 18. apríl 2022 18:36
Arnar Daði Arnarsson
Pétur Péturs: Ég er bara svo sérstakur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fá tækifæri til þess að klára þennan leik í venjulegum leiktíma. Blikarnir hinsvegar líka. Þegar upp var staðið var þetta fínt," sagði Pétur Pétursson þjálfari kvennaliðs Vals eftir sigur á Breiðabliki eftir vítaspyrnukeppni í leik liðanna í Meistarakeppni KSÍ.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Breiðablik

„Ég var ánægður með margt. Mér fannst pínu vorbragur yfir þessu en samt inn á milli var þetta mjög gott," sagði Pétur en markalaust var eftir venjulegan leiktíma.

Athygli vakti að Pétur gerði einungis eina breytingu á liðinu allan leikinn.

„Ég er bara svo sérstakur. Mér fannst þetta bara vera allt í lagi eins og þetta var," sagði Pétur aðspurður út í ástæðuna á fáum breytingum.

„Það eru einhverjir meiddir hjá okkur eins og gengur og gerist. Þetta fer vonandi að smella hjá þeim," sagði Pétur sem gerir ekki ráð fyrir að bæta við sig en er þó tilbúinn í að skoða það.

„Ég er ánægður með hópinn. Ef það dettur eitthvað inn þá styrki ég örugglega. Ég vil helst hafa þrjátíu manna hóp. Ég er með tuttugu leikmenn núna. Ef ég get fengið tíu leikmenn í viðbót, þá er það allt í lagi," sagði Pétur Pétursson léttur í bragði í lok viðtalsins.
Athugasemdir
banner
banner