
„Ég er gríðarlega með leikinn. VIð byrjuðum sterkt. Við gerðum hluti sem við viljum. Vorum með gæði og hugarfarið var til staðar í dag." Segir Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 3-1 sigur á HK í Mjólkurbikarnum.
Lestu um leikinn: HK 1 - 3 KA
„Við í KA viljum sýna þetta hugarfar í leikjum. Með þetta hugarfar erum við góðir þannig ég var gífurlega ánægður með fyrri hálfleikinn við komum inn af krafti og skorum tvö mörk"
KA tapaði seinasta leik 4-0 gegn Val og því var mikilvægt að mæta inn í þennan leik af krafti.
„Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur í seinasta leik og þá vill maður fá svör og góð viðbrögð og það tókst í dag þannig ég er gríðarlega ánægður."
KA datt út úr bikarnum á svekkjandi hátt í fyrra í undanúrslitum gegn FH og vilja eflaust gera betur í ár.
„Við viljum hefna fyrir þetta og fara alla leið í bikarnum. Ég tel okkur vera með nógu gott lið til að berjast um þetta. Það eru ekki margir leikir eftir til að komast í úrslitaleikinn þannig við ætlum að keyra hart á það."
Stigasöfnun KA hefur verið ágæt á þessu tímabili en liðið situr í fimmta sæti með 11 stig eftir 7 leiki.
„Stigasöfnunin mætti vera aðeins betri en við erum í þessum pakka fyrir neðan efstu tvö til þrjú liðin. Við ætlum að halda áfram að gera vel og bæta okkur. Við viljum vera ofarlega og kíkjum á þetta eftir fyrri umferðina hvar við stöndum"
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir