Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   mið 18. október 2017 15:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Hallbera: Hef aldrei verið betri
watermark Hallbera spilaði á Foam rúllu fyrir æfingu í dag
Hallbera spilaði á Foam rúllu fyrir æfingu í dag
Mynd: Anna Þonn
„Ég er ótrúlega spennt. Þetta eru náttúrulega tveir mjög mikilvægir leikir upp á framhaldið og það væri auðvitað bara gaman að fara með góð úrslit heim úr þessari ferð,“ sagði landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Framundan eru mikilvægir leikir gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

„Ég held að góð úrslit fyrir okkur væru 4 stig úr þessum leikjum. Það er erfitt að ætlast til að fá sigur úr báðum þessum leikjum en við förum í alla leiki til að vinna og sjáum hvað gerist.“

Ísland gjörsigraði Færeyjar 8-0 í fyrsta leik undankeppninnar. Hallbera lét mikið að sér kveða sóknarlega í þeim leik og lagði upp þrjú mörk úr vinstri bakvarðarstöðunni. Hún fær líklega ekki að vera jafn mikið með boltann á föstudag en ætlar að nýta þau tækifæri sem gefast.

„Á móti liði eins og Þýskalandi geri ég mér grein fyrir að þetta verður erfiðara. Það verða meiri hlaup og varnarleikur. En að sjálfsögðu veit ég að ég mun hafa tækifæri til að komast í mínar uppáhaldsstöður og þá er um að gera að nýta þær,“ sagði landsliðskonan sem er í sínu besta formi.

„Ég hef aldrei verið betri. Í fínu formi og kroppurinn í góðu standi.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Hallberu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner