„Ánægður að komast áfram og fínt að brjóta upp byrjunina á Íslandsmótinu og taka bikarinn," sagði Eiður Ben Eiríksson aðstoðarþjálfari KA eftir stórsigur liðsins á Uppsveitum í Mjólkurbikarnum í kvöld.
„Þetta er alltaf snúinn leikur, þú veist fyrirfram að þú átt að vinna en það telur jafn mikið fyrir okkur að fara áfram eins og Stjörnuna og ÍBV."
Lestu um leikinn: KA 5 - 0 Uppsveitir
Honum fannst vanta upp á sóknarleikinn hjá liðinu í kvöld.
„Mér fannst við vera pínu ragir á síðasta þriðjung en fannst við vera góður fram að síðasta þriðjung spiluðum ágætis fótbolta, sóknarvörnin var fín, þeir eru með öflugan leikmann fram á við, George og eru með fína leikmenn inn á milli," sagði Eiður.
„Við hefðum mátt fá betri tímasetningar inn í boxið og klára hlaupin okkar, vinna frákastið, þessa litlu hluti."























