
„Níu leikir í röð. Það er rosalega vont þegar þú nærð ekki að vinna svona lengi og eiginlega komnir úr baráttu um að fara upp. Það er erfitt að mótivera sig fyrir leiki en við fundum eitthvað motivation bara í hálfleik.“
Sagði Sigurður Bjartur Hallsson framherji Grindvíkinga sem hélt áfram að raða inn fyrir sína menn og skoraði bæði mörk Grindvíkinga í seinni hálfleik þegar lið hans kom til baka og lagði Þrótt 2-1 í Grindavik fyrr í kvöld eftir að hafa verið 0-1 undir í hálfleik.
Sagði Sigurður Bjartur Hallsson framherji Grindvíkinga sem hélt áfram að raða inn fyrir sína menn og skoraði bæði mörk Grindvíkinga í seinni hálfleik þegar lið hans kom til baka og lagði Þrótt 2-1 í Grindavik fyrr í kvöld eftir að hafa verið 0-1 undir í hálfleik.
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 1 Þróttur R.
Sigurður hefur verið manna bestur í Grindavíkurliðinu og skorað alls 16 mörk í deildinni þetta sumarið. Er ekki hálf súrt fyrir hann að mörkin hans 16 hafi ekki skilað jafn mörgum stigum á töfluna og Grindvíkingar hefðu vilja?
„Auðvitað gerir það það en það er ekkert sem ég get gert í því í raun og veru. Við erum lið og ef við vinnum ekki þá vinnum við ekki.“
Fréttaritara lék forvitni á hvort Sigurður hefði gert eitthvað öðruvísi á þessu undirbúningstímabili sem er að skila sér í þessari miklu markaskorun.
„Ég minnkaði við mig í vinnu og fór að æfa tvisvar á dag og það var í raun og veru það eina sem ég breytti og það virkaði bara mjög vel.“
Nú þegar 16 mörk eru þegar komin hefur Sigurður sett sér eitthvað markmið hvað markaskorun varðar á tímabilinu?
„Bara skora eins mikið og ég get. Engin sérstök tala í hausnum á mér.“
Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir