Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
   fim 19. ágúst 2021 20:42
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Thelma Björk: Fékk símtal korter fyrir lok á glugganum
Thelma Björk í leik gegn FH.
Thelma Björk í leik gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Thelma Björk Einarsdóttir, leikmaður KR, var að vonum sátt með 6-0 sigur gegn Víking R. í kvöld og taldi leikinn fullkominn að þeirra hálfu.

„Mér fannst við hafa yfirhöndina nánast allan leikinn og það sem ég held að setti svolítið tóninn var að við skoruðum bara þarna á fyrstu mínútu og spiluðum bara í takt við það," sagði Thelma.

Lestu um leikinn: KR 6 -  0 Víkingur R.

Thelma Björk tók skóna af hillunni þegar hún skrifaði undir hjá KR undir lok félagsskiptagluggans eftir að hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna í byrjun 2020.

„Ég fékk bara símtal nánast korter fyrir lok á félagsskiptaglugganum og ég var svona búin með mitt helsta hlaup í sumar, ég er búin að vera í hlaupunum í sumar, og ákvað því bara að taka slaginn. Það var það lítið eftir að það er fínt að fá smá tilbreytingu".

Það var ekki erfitt fyrir Thelmu að segja já en hún hugsaði sig þó aðeins um. „Það er fínt að taka fram takkaskóna og fá að sparka smá í bolta," sagði Thelma.

KR er í mikilli baráttu við FH og Aftureldingu um sæti í Pepsi Max deildinni á komandi tímabili.

„Markmiðið er alveg skýrt og mér líst vel á framhaldið. Við þurfum bara að fókusera á einn leik í einu og við vitum alveg hvað þarf til að markmiðið náist."

KR mætir Aftureldingu í næsta leik í sannkölluðum toppslag.

„Við þurfum bara að byggja ofan á það sem við gerðum vel í dag og spila okkar bolta. Þá vitum við alveg hvað við getum," sagði Thelma Björk að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner