Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   fim 19. ágúst 2021 20:42
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Thelma Björk: Fékk símtal korter fyrir lok á glugganum
Thelma Björk í leik gegn FH.
Thelma Björk í leik gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Thelma Björk Einarsdóttir, leikmaður KR, var að vonum sátt með 6-0 sigur gegn Víking R. í kvöld og taldi leikinn fullkominn að þeirra hálfu.

„Mér fannst við hafa yfirhöndina nánast allan leikinn og það sem ég held að setti svolítið tóninn var að við skoruðum bara þarna á fyrstu mínútu og spiluðum bara í takt við það," sagði Thelma.

Lestu um leikinn: KR 6 -  0 Víkingur R.

Thelma Björk tók skóna af hillunni þegar hún skrifaði undir hjá KR undir lok félagsskiptagluggans eftir að hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna í byrjun 2020.

„Ég fékk bara símtal nánast korter fyrir lok á félagsskiptaglugganum og ég var svona búin með mitt helsta hlaup í sumar, ég er búin að vera í hlaupunum í sumar, og ákvað því bara að taka slaginn. Það var það lítið eftir að það er fínt að fá smá tilbreytingu".

Það var ekki erfitt fyrir Thelmu að segja já en hún hugsaði sig þó aðeins um. „Það er fínt að taka fram takkaskóna og fá að sparka smá í bolta," sagði Thelma.

KR er í mikilli baráttu við FH og Aftureldingu um sæti í Pepsi Max deildinni á komandi tímabili.

„Markmiðið er alveg skýrt og mér líst vel á framhaldið. Við þurfum bara að fókusera á einn leik í einu og við vitum alveg hvað þarf til að markmiðið náist."

KR mætir Aftureldingu í næsta leik í sannkölluðum toppslag.

„Við þurfum bara að byggja ofan á það sem við gerðum vel í dag og spila okkar bolta. Þá vitum við alveg hvað við getum," sagði Thelma Björk að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner