Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: „Við hefðum getað klárað leikinn“
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
   fim 19. ágúst 2021 20:42
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Thelma Björk: Fékk símtal korter fyrir lok á glugganum
Thelma Björk í leik gegn FH.
Thelma Björk í leik gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Thelma Björk Einarsdóttir, leikmaður KR, var að vonum sátt með 6-0 sigur gegn Víking R. í kvöld og taldi leikinn fullkominn að þeirra hálfu.

„Mér fannst við hafa yfirhöndina nánast allan leikinn og það sem ég held að setti svolítið tóninn var að við skoruðum bara þarna á fyrstu mínútu og spiluðum bara í takt við það," sagði Thelma.

Lestu um leikinn: KR 6 -  0 Víkingur R.

Thelma Björk tók skóna af hillunni þegar hún skrifaði undir hjá KR undir lok félagsskiptagluggans eftir að hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna í byrjun 2020.

„Ég fékk bara símtal nánast korter fyrir lok á félagsskiptaglugganum og ég var svona búin með mitt helsta hlaup í sumar, ég er búin að vera í hlaupunum í sumar, og ákvað því bara að taka slaginn. Það var það lítið eftir að það er fínt að fá smá tilbreytingu".

Það var ekki erfitt fyrir Thelmu að segja já en hún hugsaði sig þó aðeins um. „Það er fínt að taka fram takkaskóna og fá að sparka smá í bolta," sagði Thelma.

KR er í mikilli baráttu við FH og Aftureldingu um sæti í Pepsi Max deildinni á komandi tímabili.

„Markmiðið er alveg skýrt og mér líst vel á framhaldið. Við þurfum bara að fókusera á einn leik í einu og við vitum alveg hvað þarf til að markmiðið náist."

KR mætir Aftureldingu í næsta leik í sannkölluðum toppslag.

„Við þurfum bara að byggja ofan á það sem við gerðum vel í dag og spila okkar bolta. Þá vitum við alveg hvað við getum," sagði Thelma Björk að lokum.
Athugasemdir
banner
banner