Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   þri 21. mars 2023 14:43
Elvar Geir Magnússon
München
Arnór Sig: Höfum haft heilt ár til að undirbúa okkur
Icelandair
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson er mjög vel stemmdur fyrir leik Íslands og Bosníu/Hersegóvínu sem fram fer í Zenica á fimmtudagskvöld. Arnór ræddi við Fótbolta.net í München í dag en þar fer undirbúningur íslenska liðsins fram.

„Það er geggjað að undankeppnin sé að byrja, mikilvægir leikir og mikið undir. Liðið er vel gírað og það er ég líka," segir Arnór.

„Það eru margir í okkar hóp að spila mikið og spila vel. Það er stór plús fyrir þetta verkefni að við séum með menn í fantaformi."

„Ég veit að við erum vel gíraðir og vel stemmdir í þetta. Við höfðum eiginlega allt árið í fyrra til að undirbúa okkur undir þetta. Ég held að liðið gæti ekki verið á betri stað en í dag."

„Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Það er ekki spurning. Þetta verður barátta og þolinmæði. Við verðum að vera tilbúnir í það. Við verðum að vera með kassann úti og hafa trú á því sem við erum að gera. Við erum með flottan hóp og við erum í riðli sem gefur okkur góða möguleika. Þetta snýst um að ná í úrslit og það byrjar núna á fimmtudaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Arnór meðal annars um tímabilið framundan hjá Íslendingaliðinu Norrköping í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner