Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 21. júní 2023 22:38
Haraldur Örn Haraldsson
Nik: Miðað við frammistöðuna í kvöld áttum við skilið 3 stig
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var svekktur með niðurstöðuna í kvöld eftir að liðið hans gerði jafntefli geng Breiðblik á Kópavogsvelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Þróttur R.

„Við erum vonsvikin í klefanum að við skildum ekki hafa fengið 3 stig, mér finnst þetta vera 2 töpuð stig eftir frammistöðuna í kvöld. Eftir fyrstu 10 mínúturnar þar sem við fáum aftur á okkur mark snemma vorum við ekki nógu góðar en eftir það uxum við inn í leikinn og vorum hættulegri aðilinn heild yfir."

Þróttarar áttu góða innkomu inn í seinni hálfleikinn þar sem þær skoruðu 2 mörk á tveggja mínútna kafla og voru komnar yfir. Þær náðu hinsvegar ekki að halda í forskotið því fimm mínútum seinna voru Blikar búnir að jafna.

„Já sérstaklega miðað við hvernig þær fengu seinna markið" Segir Nik við því þegar hann er spurður hvort hann var vonsvikinn yfir því að ná ekki að halda í forskotið. „Það bara slokknaði á okkur í smá stund í föstu leikatriði. En samt eftir það þá áttu bæði lið færi en við áttum nokkur dauðafæri og ég var vonsvikinn að við skildum ekki ná í þriðja markið."

Leikurinn var mjög opinn síðustu 20 mínúturnar þar sem bæði lið sóttu til sigurs og inn á milli vantaði smá upp á varnarleik liðanna.

„Færin sem þau fengu voru ekkert það góð, Taylor skýtur í slánna en fyrir utan það fengu þær engin dauðafæri eins og við fengum með skallafærið hjá Tanya og annað skipti sem hún var ein gegn markmanni. Þær fengu eitthvað af skotum fyrir utan teig en ég var sáttur með hvernig við vörðumst. Við vildum vinna leikinn. Við hefðum getað setið til baka og varið stigið en það er ekki hverjar við erum á þessu stigi. Við viljum koma hingað og sækja til sigurs og mér fannst við líklegra liðið til að ná þriðja markinu."

Þetta var stórleikur umferðarinnar þar sem annað og þriðja sætið mættust. Bæði lið vildu sigur til að saxa í forskotið á topplið Vals en það tókst ekki í kvöld.

„Miðað við frammistöðuna í kvöld áttum við skilið 3 stig. Við tökum auðvitað stiginu og það gæti verið aðeins hlutdrægt hvernig ég horfi á það, jafntefli var mögulega sanngjörn úrslit. En mér fannst frammistaðan okkar eiga skilið 3 stig, skiptir ekki máli hvort við séum að spila við annars sætis lið eða að spila við tíunda sætis lið."

Þróttarar hafa verið ákveðnir skemmtikraftar hingað til þar sem þær hafa skorað mikið en þær hafa einnig ekki haldið hreinu í einum einasta leik hingað til í sumar.

„Það er vonbrigði að okkur hefur ekki tekist að halda hreinu. Sum markana sem við höfum fengið á okkur hafa ekki verið góð fyrir okkur, þannig ef okkur tekst að leysa það. Við höldum áfram að skora mörk, sem er frábært þannig ef við leysum þetta ættum við að vera góð en ég hef ekki áhyggjur eins og staðan er í dag."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir