„Mér líður bara mjög vel. Geggjað að ná þremur stigum. Liðsheildin var geggjuð, við hættum aldrei að pressa og gáfum allt í þetta og þetta var bara verðskuldaður sigur." sagði Kjartan Kári Halldórsson leikmaður FH eftir leikinn gegn Fram í kvöld
Lestu um leikinn: FH 4 - 0 Fram
„Við erum með geggjaðan hóp, geggjaða liðsheild og hafði bullandi trú á að við mundum standa okkur og við erum bara búnir að sýna það í sumar að við getum barist við öll liðin í deildinni."
Kjartan Kári Halldórsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í dag og var hann spurður hvernig honum hafi liðið inn á vellinum í kvöld
„Mér leið bara mjög vel og loksins fyrsta markið og þetta er bara halda áfram og halda áfram sem lið að gera okkar besta."
Komu Fram Kjartani Kára eitthvað á óvart í kvöld?
„Nei við vorum búnir að stútera þá vel og við vissum alveg hvað þeir mundu gera, fara hátt með bakverðina og við náðum bara að loka virkielga vel á þá."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir























