Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 Þróttur R.
"Þetta er auðvitað svolítið svekkjandi því mér fannst við vera alveg jafn mikið inni í þessum leik og vorum að berjast rosalega mikið."
Þróttarar byrjuðu leikinn af krafti og Valur náði í raun ekki tökum á leiknum fyrr en þær komust yfir.
"Já sammála því, við náðum mjög góðu spili sem er erfitt á móti svona liði en við bara héldum okkar plani og gerðum það mjög vel í byrjun."
"Við erum bara mjög skipulagðar og vitum hvað við erum að gera þegar við mætum í leiki og svo viljum við líka gefa svolítið extra í því þær eru Íslandsmeistarar. Það vantaði bara upp á þetta litla í lokahelmingnum, að koma honum inn í netið."
Hvaða áhrif hefur Covid-19 haft á hópinn, með sóttkví, stoppum og breyttum venjum kringum leikina?
"Það er auðviðtað leiðinlegt þar sem við erum með besta stuðningslið á landinu og erum mjög heppnar með það en þetta er bara svona og við látum þetta virka."
Viðtalið við má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, þar ræðir hún meðal annars um næsta leik við Fylki í Pepsi-Max deildinni.























