„Mjög sátt, þetta voru bara mjög mikilvæg stig fyrir okkur núna í þessari baráttu," sagði Hildigunnur Ýr, leikmaður Stjörnunnar eftir 1-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild kvenna.
Hildigunnur Ýr átti góðan leik í kvöld og skoraði sigurmark Stjörnunnar.
„Ég veit ekki af hverju ég ákvað bara að skjóta, og það gekk svona vel."
Hildigunnur Ýr átti góðan leik í kvöld og skoraði sigurmark Stjörnunnar.
„Ég veit ekki af hverju ég ákvað bara að skjóta, og það gekk svona vel."
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Fylkir
Um það bil korteri áður var Hildigunnur nálægt því að skora annað mark en Betsy Doon Hassett ætlaði að gulltryggja markið en var svo dæmd rangstæð.
„Svona er þetta bara, ég meina.. hún var bara að tryggja þetta alveg," sagði Hildigunnur og hló.
Hildigunnur er búin að vera öflug fyrir Stjörnuna í sumar og er komin með 7 mörk í deildinni.
„Já, ég er sátt með hana(frammistöðuna), miðað við í fyrra."
Athugasemdir