Ólafur Jóhannesson tók við stjórn á liði Vals í síðustu viku og stýrði liðinu til 3-3 jafnteflis gegn KR í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 3 - 3 Valur
Þetta var fyrsti leikur Óla við stjórnvölinn hjá Val í sumar og er hann spenntur fyrir framhaldinu. Hann var hreinskilinn að vanda að leikslokum.
„Við komum þrisvar til baka sem er jákvætt en fáum á okkur þrjú mörk sem er neikvætt. Heilt yfir var þetta þokkaleg frammistaða held ég," sagði Óli og var svo spurður út í ráðninguna til Vals. Börkur Edvardsson formaður sannfærði Óla með símtali.
„Það var spurning, ég var ekki ákveðinn í að koma til Vals en endaði þar. Hvað þurfti til að sannfæra mig er bara á milli mín og hans."
Óli segir að Valur ætli ekki að styrkja leikmannahópinn fyrir gluggalok en liðið er í fimmta sæti Bestu deildarinnar með 21 stig eftir 14 umferðir. Þá ætli hann að taka einn leik í einu án þess að vera með nein yfirlýst markmið fyrir tímabilið.