Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 25. nóvember 2013 15:20
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms: Ætla að þurrmjólka Lars
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er stoltur yfir því að vera treyst fyrir þessu stóra verkefni í fjögur," segir Heimir Hallgrímsson sem verður aðalþjálfari landsliðsins næstu fjögur árin. Fyrstu tvö við hlið Lars Lagerback.

Heimir segir að ráðning sín sé einnig hrós til ÍBV.

„ÍBV gaf mér verkefni þegar ég var sautján ára og svo alltaf stærra og stærra verkefni. Nú er ég kominn í stærsta þjálfarastarf á Íslandi og þeir mega vera stoltir af því."

Heimir segir að þegar hann hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari Lagerback fyrir tveimur árum hafi hann vitað mun minna um landsliðsþjálfarastarf en hann hafi sjálfur talið. Á fréttamannafundinum sagði hann: Ég hefði haldið áfram að þjálfara landsliðið eins og ÍBV. Það hefði alltaf endað illa."

„Ég var fullur sjálfstrausts þegar ég kom hérna og taldi að ég væri nægilega góður til að þjálfa þetta landslið. Eftir þessi tvö ár er ég alveg sannfærður um að ég var það ekki. Ég hefði örugglega gert mörg mistök á leiðinni. Það er allt annað að þjálfa atvinnumenn en áhugamenn og sem betur fer fékk ég góðan kennara í Lars. Ég fæ að starfa með honum í tvö ár til viðbótar og ætla að þurrmjólka hann."

Menn voru mjög svekktir eftir tapið í Zagreb. Hvernig hefur heimi gengið að ná sér eftir þann leik?

„Ég er ákaflega lélegur tapari og læt mig yfirleitt hverfa eftir tapleiki. Auðvitað fer maður að hugsa hvað hefði mátt gera betur og það er auðvitað bara hollt. Við tökum ekki framförum nema að læra," segir Heimir.

Hann segir að það sé ekki spurning að hann og Lars vilja halda Eiði Smára í landsliðinu.

„Ef hann heldur áfram á þessu leveli er ekki spurning að við viljum halda honum," segir Heimir en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner