„Ég er stoltur yfir því að vera treyst fyrir þessu stóra verkefni í fjögur," segir Heimir Hallgrímsson sem verður aðalþjálfari landsliðsins næstu fjögur árin. Fyrstu tvö við hlið Lars Lagerback.
Heimir segir að ráðning sín sé einnig hrós til ÍBV.
Heimir segir að ráðning sín sé einnig hrós til ÍBV.
„ÍBV gaf mér verkefni þegar ég var sautján ára og svo alltaf stærra og stærra verkefni. Nú er ég kominn í stærsta þjálfarastarf á Íslandi og þeir mega vera stoltir af því."
Heimir segir að þegar hann hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari Lagerback fyrir tveimur árum hafi hann vitað mun minna um landsliðsþjálfarastarf en hann hafi sjálfur talið. Á fréttamannafundinum sagði hann: Ég hefði haldið áfram að þjálfara landsliðið eins og ÍBV. Það hefði alltaf endað illa."
„Ég var fullur sjálfstrausts þegar ég kom hérna og taldi að ég væri nægilega góður til að þjálfa þetta landslið. Eftir þessi tvö ár er ég alveg sannfærður um að ég var það ekki. Ég hefði örugglega gert mörg mistök á leiðinni. Það er allt annað að þjálfa atvinnumenn en áhugamenn og sem betur fer fékk ég góðan kennara í Lars. Ég fæ að starfa með honum í tvö ár til viðbótar og ætla að þurrmjólka hann."
Menn voru mjög svekktir eftir tapið í Zagreb. Hvernig hefur heimi gengið að ná sér eftir þann leik?
„Ég er ákaflega lélegur tapari og læt mig yfirleitt hverfa eftir tapleiki. Auðvitað fer maður að hugsa hvað hefði mátt gera betur og það er auðvitað bara hollt. Við tökum ekki framförum nema að læra," segir Heimir.
Hann segir að það sé ekki spurning að hann og Lars vilja halda Eiði Smára í landsliðinu.
„Ef hann heldur áfram á þessu leveli er ekki spurning að við viljum halda honum," segir Heimir en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























