Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 26. ágúst 2014 20:55
Karitas Þórarinsdóttir
Þór Hinriks: Þurftum að útkljá Liverpool vs. Man Utd
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við ákváðum að sækja grimmt á þær með ákveðnum hætti og fengum tvö ákjósanleg færi í byrjun leiks, það voru varla liðnar tvær mínútur af klukkunni og það hefði sett leikinn í þægilega stöðu fyrir okkur," sagði Þór Hinriksson þjálfari kvennaliðs Vals eftir markalaust jafntefli við topplið Stjörnunnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Stjarnan

,,Framlang leikmanna, barátta og vinnusemi og hversu þolinmóðar og skipulagðar þær voru í leikfræðinni með það sem við lögðum upp við Edda, þá er ég virkilega ánægður," hélt Þór áfram.

Þór hélt langa ræðu yfir Óla Njál Ingólfssyni eftir að flautað var til hálfleiks í kvöld, en hvað gekk á þar?

,,Það kom í ljós að hann er United maður og ég Liverpool maður. Það þurfti bara að útkljá það mál."

Málfríður Erna Sigurðardóttir var komin aftur í leikmannahóp Vals í kvöld, aðeins sex vikum eftir að hún átti barn.

,,Hún er hörkuleikmaður," sagði Þór. ,,Hún er náttúrulega bara ótrúleg í sínu ferli og er komin nokkuð vel inn í æfingarnar hjá okkur. Það er til fyrirmyndar að sjá þetta. Það eru fleiri íþróttamenn eins og Margrét Lára og hún sem hafa verið að æfa vel og eru hörkuduglegar konur. Það er nokkuð ljóst."

Nánar er rætt við Þór í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner