
,,Við ákváðum að sækja grimmt á þær með ákveðnum hætti og fengum tvö ákjósanleg færi í byrjun leiks, það voru varla liðnar tvær mínútur af klukkunni og það hefði sett leikinn í þægilega stöðu fyrir okkur," sagði Þór Hinriksson þjálfari kvennaliðs Vals eftir markalaust jafntefli við topplið Stjörnunnar í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 0 Stjarnan
,,Framlang leikmanna, barátta og vinnusemi og hversu þolinmóðar og skipulagðar þær voru í leikfræðinni með það sem við lögðum upp við Edda, þá er ég virkilega ánægður," hélt Þór áfram.
Þór hélt langa ræðu yfir Óla Njál Ingólfssyni eftir að flautað var til hálfleiks í kvöld, en hvað gekk á þar?
,,Það kom í ljós að hann er United maður og ég Liverpool maður. Það þurfti bara að útkljá það mál."
Málfríður Erna Sigurðardóttir var komin aftur í leikmannahóp Vals í kvöld, aðeins sex vikum eftir að hún átti barn.
,,Hún er hörkuleikmaður," sagði Þór. ,,Hún er náttúrulega bara ótrúleg í sínu ferli og er komin nokkuð vel inn í æfingarnar hjá okkur. Það er til fyrirmyndar að sjá þetta. Það eru fleiri íþróttamenn eins og Margrét Lára og hún sem hafa verið að æfa vel og eru hörkuduglegar konur. Það er nokkuð ljóst."
Nánar er rætt við Þór í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir