Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   mið 26. ágúst 2020 19:37
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Skelfilegur varnarleikur frá aftasta til fremsta manns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir stórskemmtilegan leik KR og Vals, sem Valsmenn unnu 5-4 á Meistaravöllum, ræddi Rúnar Kristinsson við Fótbolta.net. Þjálfari KR-inga var fyrst spurður út í varnarleik hans manna.

Lestu um leikinn: KR 4 -  5 Valur

„Varnarleikurinn var skelfilegur frá markverði til fremsta manns. Við reyndum að laga það í seinni hálfleik og það gekk ekki. Þú vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fimm mörk en í flestum tilfellum áttu að vinna leiki ef þú skorar fjögur," segir Rúnar.

„Ég veit ekki hvort þetta geti flokkast sem góður fótboltaleikur fyrir þjálfara, sjálfsagt samt fyrir áhorfendur. En ekki leikur sem ég vill horfa á."

KR hefur verið að síga niður töfluna. KR er í sjötta sæti, átta stigum á eftir Val sem er á toppnum. KR á reyndar leik til góða.

„Við getum ekki verið að gefast upp núna. Það er mikið eftir af mótinu. Það koma margir leikir á skömmum tíma sem reyna á breidd liðanna. Það á eftir að koma óveður, rigning og rok. Það á margt eftir að gerist. Eins og staðan er núna fókuserum við kannski á Evrópusæti og sjáum hvort við getum nálgast toppinn aftur."
Athugasemdir
banner
banner