Eftir stórskemmtilegan leik KR og Vals, sem Valsmenn unnu 5-4 á Meistaravöllum, ræddi Rúnar Kristinsson við Fótbolta.net. Þjálfari KR-inga var fyrst spurður út í varnarleik hans manna.
Lestu um leikinn: KR 4 - 5 Valur
„Varnarleikurinn var skelfilegur frá markverði til fremsta manns. Við reyndum að laga það í seinni hálfleik og það gekk ekki. Þú vinnur ekki fótboltaleiki ef þú færð á þig fimm mörk en í flestum tilfellum áttu að vinna leiki ef þú skorar fjögur," segir Rúnar.
„Ég veit ekki hvort þetta geti flokkast sem góður fótboltaleikur fyrir þjálfara, sjálfsagt samt fyrir áhorfendur. En ekki leikur sem ég vill horfa á."
KR hefur verið að síga niður töfluna. KR er í sjötta sæti, átta stigum á eftir Val sem er á toppnum. KR á reyndar leik til góða.
„Við getum ekki verið að gefast upp núna. Það er mikið eftir af mótinu. Það koma margir leikir á skömmum tíma sem reyna á breidd liðanna. Það á eftir að koma óveður, rigning og rok. Það á margt eftir að gerist. Eins og staðan er núna fókuserum við kannski á Evrópusæti og sjáum hvort við getum nálgast toppinn aftur."
Athugasemdir