Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   lau 26. október 2024 20:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru blendnar tilfinningar, leikurinn fer eins og hann fer. Það er eitthvað sem við tökum með okkur og lærum af í framtíðinni. En bara það að fá þennan stuðning í stúkunni og þetta fólk sem er búið að styðja mig í gegnum minn feril, það er bara ómetanlegt. Mér líður vel í hjartanu að hætta núna og er sáttur," sagði Arnór Smárason.

Fjölskylda Arnórs tók sig til og klæddi sig upp í treyjum af Arnóri með liðum sem hann spilaði með og útprentaður strigi þar sem Smáradona, eins og Arnór er stundum kallaður, er þakkað fyrir.

„Þetta er bara geðveikt, svona „walk down memory lane" dæmi, ógeðslega gaman og kom mér verulega á óvart. Ég er stoltur af fólkinu mínu." Arnór lék með Heerenveen, Esbjerg, Helsingborg, Torpedo Moskvu Hammarby, Lilleström, Val, ÍA og íslenska landsliðinu á sínum ferli.

„Það var rosa gaman að klára þetta gegn Val, geggjað fólk í Val og ég á góðar minningar héðan, frábært fólk og að fá að hætta í sama leik og Birkir Már Sævarsson er æðislegt."

„Það var stolið frá okkur úrslitaleik hérna, en við ætluðum að gera betur en þetta. Við þurfum að læra af þessu og við eigum ennþá aðeins í land til þess að verða toppklúbbur á Íslandi. Það er ekki eitthvað sem ég hef miklar áhyggjur af. Nú bætum við bara í, ÍA bætir bara í, þetta er frábær og hungraður hópur, fleiri ungir strákar að koma upp og framtíðin er rosalega björt uppi á Skaga. Ég hlakka til að sjá Skagann aftur í toppbaráttu."


Takk Birkir
Arnór og Birkir voru liðsfélagar hjá Hammarby. Arnór gekk að Birki þegar hann fékk heiðursskiptingu í lok leiks. „Ég þakkaði honum bara fyrir, þakkaði fyrir hans feril, innanlands, erlendis og með landsliðinu. Þakkaði fyrir mig eins og allir hérna. Þvílíkur ferill sem hann hefur átt. Ég óska honum alls hins besta," sagði Arnór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner