PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
   lau 26. október 2024 20:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru blendnar tilfinningar, leikurinn fer eins og hann fer. Það er eitthvað sem við tökum með okkur og lærum af í framtíðinni. En bara það að fá þennan stuðning í stúkunni og þetta fólk sem er búið að styðja mig í gegnum minn feril, það er bara ómetanlegt. Mér líður vel í hjartanu að hætta núna og er sáttur," sagði Arnór Smárason.

Fjölskylda Arnórs tók sig til og klæddi sig upp í treyjum af Arnóri með liðum sem hann spilaði með og útprentaður strigi þar sem Smáradona, eins og Arnór er stundum kallaður, er þakkað fyrir.

„Þetta er bara geðveikt, svona „walk down memory lane" dæmi, ógeðslega gaman og kom mér verulega á óvart. Ég er stoltur af fólkinu mínu." Arnór lék með Heerenveen, Esbjerg, Helsingborg, Torpedo Moskvu Hammarby, Lilleström, Val, ÍA og íslenska landsliðinu á sínum ferli.

„Það var rosa gaman að klára þetta gegn Val, geggjað fólk í Val og ég á góðar minningar héðan, frábært fólk og að fá að hætta í sama leik og Birkir Már Sævarsson er æðislegt."

„Það var stolið frá okkur úrslitaleik hérna, en við ætluðum að gera betur en þetta. Við þurfum að læra af þessu og við eigum ennþá aðeins í land til þess að verða toppklúbbur á Íslandi. Það er ekki eitthvað sem ég hef miklar áhyggjur af. Nú bætum við bara í, ÍA bætir bara í, þetta er frábær og hungraður hópur, fleiri ungir strákar að koma upp og framtíðin er rosalega björt uppi á Skaga. Ég hlakka til að sjá Skagann aftur í toppbaráttu."


Takk Birkir
Arnór og Birkir voru liðsfélagar hjá Hammarby. Arnór gekk að Birki þegar hann fékk heiðursskiptingu í lok leiks. „Ég þakkaði honum bara fyrir, þakkaði fyrir hans feril, innanlands, erlendis og með landsliðinu. Þakkaði fyrir mig eins og allir hérna. Þvílíkur ferill sem hann hefur átt. Ég óska honum alls hins besta," sagði Arnór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner