Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   lau 26. október 2024 20:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru blendnar tilfinningar, leikurinn fer eins og hann fer. Það er eitthvað sem við tökum með okkur og lærum af í framtíðinni. En bara það að fá þennan stuðning í stúkunni og þetta fólk sem er búið að styðja mig í gegnum minn feril, það er bara ómetanlegt. Mér líður vel í hjartanu að hætta núna og er sáttur," sagði Arnór Smárason.

Fjölskylda Arnórs tók sig til og klæddi sig upp í treyjum af Arnóri með liðum sem hann spilaði með og útprentaður strigi þar sem Smáradona, eins og Arnór er stundum kallaður, er þakkað fyrir.

„Þetta er bara geðveikt, svona „walk down memory lane" dæmi, ógeðslega gaman og kom mér verulega á óvart. Ég er stoltur af fólkinu mínu." Arnór lék með Heerenveen, Esbjerg, Helsingborg, Torpedo Moskvu Hammarby, Lilleström, Val, ÍA og íslenska landsliðinu á sínum ferli.

„Það var rosa gaman að klára þetta gegn Val, geggjað fólk í Val og ég á góðar minningar héðan, frábært fólk og að fá að hætta í sama leik og Birkir Már Sævarsson er æðislegt."

„Það var stolið frá okkur úrslitaleik hérna, en við ætluðum að gera betur en þetta. Við þurfum að læra af þessu og við eigum ennþá aðeins í land til þess að verða toppklúbbur á Íslandi. Það er ekki eitthvað sem ég hef miklar áhyggjur af. Nú bætum við bara í, ÍA bætir bara í, þetta er frábær og hungraður hópur, fleiri ungir strákar að koma upp og framtíðin er rosalega björt uppi á Skaga. Ég hlakka til að sjá Skagann aftur í toppbaráttu."


Takk Birkir
Arnór og Birkir voru liðsfélagar hjá Hammarby. Arnór gekk að Birki þegar hann fékk heiðursskiptingu í lok leiks. „Ég þakkaði honum bara fyrir, þakkaði fyrir hans feril, innanlands, erlendis og með landsliðinu. Þakkaði fyrir mig eins og allir hérna. Þvílíkur ferill sem hann hefur átt. Ég óska honum alls hins besta," sagði Arnór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner