Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 26. október 2024 20:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru blendnar tilfinningar, leikurinn fer eins og hann fer. Það er eitthvað sem við tökum með okkur og lærum af í framtíðinni. En bara það að fá þennan stuðning í stúkunni og þetta fólk sem er búið að styðja mig í gegnum minn feril, það er bara ómetanlegt. Mér líður vel í hjartanu að hætta núna og er sáttur," sagði Arnór Smárason.

Fjölskylda Arnórs tók sig til og klæddi sig upp í treyjum af Arnóri með liðum sem hann spilaði með og útprentaður strigi þar sem Smáradona, eins og Arnór er stundum kallaður, er þakkað fyrir.

„Þetta er bara geðveikt, svona „walk down memory lane" dæmi, ógeðslega gaman og kom mér verulega á óvart. Ég er stoltur af fólkinu mínu." Arnór lék með Heerenveen, Esbjerg, Helsingborg, Torpedo Moskvu Hammarby, Lilleström, Val, ÍA og íslenska landsliðinu á sínum ferli.

„Það var rosa gaman að klára þetta gegn Val, geggjað fólk í Val og ég á góðar minningar héðan, frábært fólk og að fá að hætta í sama leik og Birkir Már Sævarsson er æðislegt."

„Það var stolið frá okkur úrslitaleik hérna, en við ætluðum að gera betur en þetta. Við þurfum að læra af þessu og við eigum ennþá aðeins í land til þess að verða toppklúbbur á Íslandi. Það er ekki eitthvað sem ég hef miklar áhyggjur af. Nú bætum við bara í, ÍA bætir bara í, þetta er frábær og hungraður hópur, fleiri ungir strákar að koma upp og framtíðin er rosalega björt uppi á Skaga. Ég hlakka til að sjá Skagann aftur í toppbaráttu."


Takk Birkir
Arnór og Birkir voru liðsfélagar hjá Hammarby. Arnór gekk að Birki þegar hann fékk heiðursskiptingu í lok leiks. „Ég þakkaði honum bara fyrir, þakkaði fyrir hans feril, innanlands, erlendis og með landsliðinu. Þakkaði fyrir mig eins og allir hérna. Þvílíkur ferill sem hann hefur átt. Ég óska honum alls hins besta," sagði Arnór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner