Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 26. október 2024 20:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru blendnar tilfinningar, leikurinn fer eins og hann fer. Það er eitthvað sem við tökum með okkur og lærum af í framtíðinni. En bara það að fá þennan stuðning í stúkunni og þetta fólk sem er búið að styðja mig í gegnum minn feril, það er bara ómetanlegt. Mér líður vel í hjartanu að hætta núna og er sáttur," sagði Arnór Smárason.

Fjölskylda Arnórs tók sig til og klæddi sig upp í treyjum af Arnóri með liðum sem hann spilaði með og útprentaður strigi þar sem Smáradona, eins og Arnór er stundum kallaður, er þakkað fyrir.

„Þetta er bara geðveikt, svona „walk down memory lane" dæmi, ógeðslega gaman og kom mér verulega á óvart. Ég er stoltur af fólkinu mínu." Arnór lék með Heerenveen, Esbjerg, Helsingborg, Torpedo Moskvu Hammarby, Lilleström, Val, ÍA og íslenska landsliðinu á sínum ferli.

„Það var rosa gaman að klára þetta gegn Val, geggjað fólk í Val og ég á góðar minningar héðan, frábært fólk og að fá að hætta í sama leik og Birkir Már Sævarsson er æðislegt."

„Það var stolið frá okkur úrslitaleik hérna, en við ætluðum að gera betur en þetta. Við þurfum að læra af þessu og við eigum ennþá aðeins í land til þess að verða toppklúbbur á Íslandi. Það er ekki eitthvað sem ég hef miklar áhyggjur af. Nú bætum við bara í, ÍA bætir bara í, þetta er frábær og hungraður hópur, fleiri ungir strákar að koma upp og framtíðin er rosalega björt uppi á Skaga. Ég hlakka til að sjá Skagann aftur í toppbaráttu."


Takk Birkir
Arnór og Birkir voru liðsfélagar hjá Hammarby. Arnór gekk að Birki þegar hann fékk heiðursskiptingu í lok leiks. „Ég þakkaði honum bara fyrir, þakkaði fyrir hans feril, innanlands, erlendis og með landsliðinu. Þakkaði fyrir mig eins og allir hérna. Þvílíkur ferill sem hann hefur átt. Ég óska honum alls hins besta," sagði Arnór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner