Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fös 26. nóvember 2021 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð bað um að fara: Heima er best
Mynd: AEF
Davíð Örn Atlason er mættur aftur heim í Víking eftir eitt tímabil í burtu þar sem hann lék með Breiðabliki. Davíð er 27 ára bakvörður sem skrifar undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.

Fótbolti.net ræddi við Davíð um félagaskiptin í dag.

„Það er gott að vera búinn að klára þetta. Þetta tók svolítinn tíma en ánægjulegt að þetta hafi klárast. Ég kom hérna í Víkina í gær, skrifaði undir og það var geggjað að koma hér inn aftur," sagði Davíð.

„Það var erfitt að kveðja Blikana. Ég kvaddi allt liðið, sjúkraþjálfana og menn í kringum liðið. Þetta dróst svolítið á langinn og ég náði góðum mánuði í æfingum með Breiðabliki. Það var ekkert útilokað að ég yrði áfram í Breiðablik og undir lokin stóð það á milli þess að vera áfram eða fara í Víking. Ég ýtti öðru til hliðar þar sem mér leið ágætlega í Smáranum. Heima er best þannig það varð fyrir valinu."

Ánægður með Blikana að leyfa þér að fara?

„Ég bað um að fara, sagði þeim að ég vildi fara í Víking. Þjálfararnir sýndu þessu mikinn skilning en svo þurfti að semja um þetta og ég er mjög ánægður hvernig félögin tækluðu þetta," sagði Davíð.

Nánar var rætt við Davíð og má sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner