Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 27. febrúar 2024 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum fagnað í dag.
Sigrinum fagnað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er erfitt að fá á sig mark strax í byrjun en það er bara áfram gakk. Mér fannst koma ró um leið og við skoruðum fyrra markið. Allavega hjá mér, ég hafði engar áhyggjur að við værum þá ekki að fara að setja annað," sagði Alexandra Jóhannsdóttir við Fótbolta.net eftir sigur á Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Eins og hún nefnir þá náði Serbía forystunni snemma og byrjaði leikinn betur, eins og úti í Serbíu í síðustu viku. En Ísland fékk sín færi í fyrri hálfleik og gekk svo á lagið þegar leið á seinni hálfleikinn.

„Þetta eru bara klaufamistök sem við gerum. Mér fannst við þannig séð ekkert byrja neitt ömurlega. Við missum boltann og fáum skyndisókn á okkur. Það gerist þegar þú ert að reyna að spila. Mér fannst við stíga ágætlega upp eftir það. Smá bras en svo fannst mér við gera vel," sagði Alexandra en var hún eitthvað stressuð að þetta myndi ekki detta fyrir okkur?

„Það var kannski smá: 'Jæja, er þetta ekki að fara að vera okkar dagur'. En svo um leið og markið kom hjá Sveindísi þá fann ég að þetta var komið. Við vorum alltaf að fara að setja annað."

Markið sem Sveindís skoraði kom eftir frábæra stoðsendingu frá Alexöndru.

„Það var svakalegt svæði sem bakvörðurinn skildi fyrir aftan sig. Ef þú ert með svona svæði fyrir aftan þig og Sveindísi Jane á kantinum, þá seturðu hann í svæðið. Hún gerði bara ágætlega, fannst mér. Ég man ekkert þannig eftir sendingunni. Ég sá bara svæðið. Það kemur engum á óvart að það er upplegg að setja hann í svæðið fyrir aftan Sveindísi. Þetta er einn fljótasti leikmaður Evrópu. Það væri galið að setja hann ekki í svæðið þegar það gefst tækifæri til þess," sagði Alexandra og brosti.

Hversu gaman var að fagna þessum flotta sigri með stuðningsmönnunum eftir leik?

„Það var voða fínt og voða fínt að sjá Serbana þarna og fagna. Ég ætla ekki að segja í andlitið á þeim en allavega... það er næsta markmið núna að komast á Evrópumótið og að halda okkur í A-deild þýðir klárt umspilssæti sama hvað. Það er staða sem við viljum vera í," sagði þessi öflugi miðjumaður.

Hægt er að sjá þetta skemmtilega viðtal í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir