City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   þri 27. febrúar 2024 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum fagnað í dag.
Sigrinum fagnað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er erfitt að fá á sig mark strax í byrjun en það er bara áfram gakk. Mér fannst koma ró um leið og við skoruðum fyrra markið. Allavega hjá mér, ég hafði engar áhyggjur að við værum þá ekki að fara að setja annað," sagði Alexandra Jóhannsdóttir við Fótbolta.net eftir sigur á Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Eins og hún nefnir þá náði Serbía forystunni snemma og byrjaði leikinn betur, eins og úti í Serbíu í síðustu viku. En Ísland fékk sín færi í fyrri hálfleik og gekk svo á lagið þegar leið á seinni hálfleikinn.

„Þetta eru bara klaufamistök sem við gerum. Mér fannst við þannig séð ekkert byrja neitt ömurlega. Við missum boltann og fáum skyndisókn á okkur. Það gerist þegar þú ert að reyna að spila. Mér fannst við stíga ágætlega upp eftir það. Smá bras en svo fannst mér við gera vel," sagði Alexandra en var hún eitthvað stressuð að þetta myndi ekki detta fyrir okkur?

„Það var kannski smá: 'Jæja, er þetta ekki að fara að vera okkar dagur'. En svo um leið og markið kom hjá Sveindísi þá fann ég að þetta var komið. Við vorum alltaf að fara að setja annað."

Markið sem Sveindís skoraði kom eftir frábæra stoðsendingu frá Alexöndru.

„Það var svakalegt svæði sem bakvörðurinn skildi fyrir aftan sig. Ef þú ert með svona svæði fyrir aftan þig og Sveindísi Jane á kantinum, þá seturðu hann í svæðið. Hún gerði bara ágætlega, fannst mér. Ég man ekkert þannig eftir sendingunni. Ég sá bara svæðið. Það kemur engum á óvart að það er upplegg að setja hann í svæðið fyrir aftan Sveindísi. Þetta er einn fljótasti leikmaður Evrópu. Það væri galið að setja hann ekki í svæðið þegar það gefst tækifæri til þess," sagði Alexandra og brosti.

Hversu gaman var að fagna þessum flotta sigri með stuðningsmönnunum eftir leik?

„Það var voða fínt og voða fínt að sjá Serbana þarna og fagna. Ég ætla ekki að segja í andlitið á þeim en allavega... það er næsta markmið núna að komast á Evrópumótið og að halda okkur í A-deild þýðir klárt umspilssæti sama hvað. Það er staða sem við viljum vera í," sagði þessi öflugi miðjumaður.

Hægt er að sjá þetta skemmtilega viðtal í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner