Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur að fá ekki meira útúr leiknum þegar að hans menn gerðu 1-1 jafntefli við KR í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi Max-deildar karla.
„Ég er ánægður með leik liðsins heilt yfir. Við spiluðum vel þótt að við höfum ekki náð að brjóta varnir KR. Það vantaði herslumuninn og ég er svekktur að vinna leikinn." sagði Rúnar Páll eftir leikinn.
„Ég er ánægður með leik liðsins heilt yfir. Við spiluðum vel þótt að við höfum ekki náð að brjóta varnir KR. Það vantaði herslumuninn og ég er svekktur að vinna leikinn." sagði Rúnar Páll eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 KR
Stjörnumenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu þegar að Aron Bjarki varði boltann með hendinni og fékk fyrir vikið verðskuldað rautt spjald. KR-ingar jöfnuðu svo leikinn úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik þegar að Pálmi Rafn féll í teignum.
„Ég sá ekki brotið en ég get gagnrýnt aukaspyrnuna áður en vítið er dæmt. Línuvörðurinn flaggar á Brynjar Gauta sem að mér fannst mjög skrítið. KR-ingar sköpuðu nánast ekkert í þessum leik og ég man ekki eftir að Halli hafi þurft að verja eitt skot." sagði Rúnar Páll aðspurður um atvikið.
Nánar er rætt við Rúnar Pál í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
























