Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   fim 27. júlí 2017 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Örn: Þessi bolti hefði farið inn „either way"
Óskar Örn Hauksson í leik með KR
Óskar Örn Hauksson í leik með KR
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR í Pepsi-deild karla, var mjög sáttur með spilamennsku liðsins í 2-0 sigrinum á Fjölni í kvöld en leikið var á Alvogen-vellinum.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Fjölnir

KR-ingar eru komnir í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig eftir sigur kvöldsins en Pálmi Rafn Pálmason og Óskar gerðu mörk heimamanna.

Liðið sundurspilaði Fjölnismenn í síðari hálfleik en gestirnir veittu þeim þó mikla keppni í þeim fyrri.

„Já, virkilega. Við höfum ekki náð í alltof marga sigurleiki í sumar en erum komnir með tvo núna. Við vorum svolítið lengi í gang almenninlega en þegar Pálmi skorar þá upplifi ég eins og við séum með leikinn undir control og klárum hann sterkt að mér finnst," sagði Óskar við fjölmiðla.

„Þetta er einfalt. Þegar vel gengur eru allir ánægðir og öfugt en auðvitað ætluðum við að vera á öðrum stað akkurat núna en við getum ekkert gert í því nema að halda áfram."

André Bjerregaard kom til KR frá Horsens á dögunum en hann hefur gefið KR nýja vídd í sóknarleiknum og reynst afar mikilvægur.

„Hann kemur með öðruvísi vídd inn í okkar sóknarleik og hentar okkur ágætlega í dag. Ég er sammála því að með honum hefur komið öðruvísi líf í þetta og ég er virkilega ánægður með hans innkomu í liðið."

Óskar skoraði annað mark KR í kvöld en boltinn fór af varnarmanni og í netið. Hann segir að boltinn hefði farið inn hvort sem hann hefði snert varnarmann eða ekki.

„Þessi bolti hefði farið inn either way en auðvitað dettur þetta oft með þegar gengur vel og það þarf að gera það. Þetta er farið að detta aðeins með okkur núna," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner