Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 27. september 2020 19:16
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Þessi spurning á algjörlega rétt á sér
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Mynd: Raggi Óla
Grótta tapaði 2-4 á hemavelli í dag á móti KA og Ágúst Gylfason var spurður hvort Gróttuliðið væri úr leik?

„Ég hélt að þetta væri yfirleitt síðasta spurningin, það er högg að fá þetta til að byrja með en vont að fá fjögur mörk á sig á heimavelli. Varnarleikurinn var ekki góður, við náðum ekki að klukka þá neinstaðar og í fyrri hálfleik sérstaklega þar sem við vorum úr takti."

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  4 KA

„Vorum með frábæran varnarleik á móti KR í síðasta leik einum færri en það gékk ekki eftir í dag. Markið sem við fengum alveg í lokin á fyrri hálfleik sló okkur aðeins út af laginu en í seinni hálfleik komumst við aðeins inn í þetta og reyndum að setja á þá og gerðum það alveg ágætlega."

Grótta er komið slæma stöðu í deildinni og var Ágúst Gylfason spurður hvort það væri búið að setjast eitthvað niður og ræða framhaldið.

„Þessi spurning hefur komið oft til mín, bæði núna og í fyrra og ég sé það alveg núna að árangurinn er ekkert sérstakur þannig þessi spurning á algjörlega rétt á sér. Varðandi restina á mótinu þá er hundleiðinlegt að horfa á Gróttuliðið alltaf í 11 eða 12 sæti."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir