Kórdrengir sitja enn á toppi 2.deildar karla eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Njarðvík á Rafholtsvellinum í Reykjanesbæ í kvöld. Njarðvíkingar komust yfir með glæsimarki frá Bessa Jóhannssyni eftir 23 mínútna leik. Njarðvíkingar leiddu í hálfleik en á 71.mínútu jafnaði Arnleifur Hjörleifsson fyrir gestinna og þar við satt. Aðspurður hvort hann væri sáttur við stigið sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 Kórdrengir
„Við förum náttúrlega í alla leiki til þess að vinna þá en við vorum ekkert alltof góðir í fyrri hálfleik en fannst við stjórna þessum seinni hálfleik alveg upp á tíu fyrir utan einhverjar fimm til sjö mínútur, “
Kórdrengir voru ósáttir við nokkur atriði í dómgæslunni í leiknum og létu dómara leiksins heyra það á kafla þó engin sérstakur hiti væri í mönnum.
„Já mér fannst nú vera hendi á þá hérna í lokin og eins þessi rangstæða þarna en ég talaði við dómarann eftir leik og hann útskýrði mál sitt svo sem ágætlega.“
Ingvar Kale lék í marki Kórdrengja í kvöld í fjarveru Andra Þórs Grétarssonar sem tók út leikbann eftir brottvísun í síðasta leik Kórdrengja. Ekki slæmur kostur að eiga í bakhöndinni það.
„Já en ég hefði reyndar viljað að hann myndi verja þetta skot þeir skora úr en ég á eftir að sjá það bara á myndbandi. Kannski átti hann ekkert að verja það en fyrir mér átti hann að verja ég á eftir að ræða við Kale. “
Sagði Davíð Smári en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir






















