Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 29. maí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar: Ég verð allavega með einhverja fleiri
Rúnar Kristinsson þjáfari KR
Rúnar Kristinsson þjáfari KR
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Gríðarlega sáttur, frábær þrjú stig á mjög erfiðum útvelli á móti góðu liði FH, Það eru alltaf hörkuleikir á milli þessara félaga og mikið af mörkum. Heilt yfir ef við horfum á allan leikinn held ég að þetta hafi verið sanngjarnt en þeir hefðu hæglega getað náð í stig hérna í restina.“ Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um sín fyrstu viðbrögð eftir 3-2 sigur KR á FH í Kaplakrika fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 KR

Gestirnir úr Vestubæ byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir með tveggja marka forystu eftir hálftíma leik. Var það uppleggið hjá liðinu að keyra á FH og koma höggi á þá snemma?

„Nei ekkert endilega. Við ætluðum bara að ná jafnvægi í okkar leik og gera réttu hlutina sem við gerðum mjög vel í byrjun. VIð fáum þarna tvö góð mörk og komumst í fína stöðu og eitthvað sem flesta þjálfara dreymir um að komast inn í hálfleikinn með 2-0 en svo gerist það ekki og þeir skora.“

KR hefur verið að fá mikið af mönnum aftur inn í hópinn úr meiðslum það sem af er móti og er hópur liðsins að breikka Rúnar ræddi aðeins málefni hópsins.

„Ég verð allavega með einhverja fleiri. Arnór Sveinn er að verða klár og hann er ekki búinn að spila neinn leik af þesum níu sem við erum búnir að spila og það er mjög mikill missir fyrir okkur. Engu að síðar hafa aðrir fengið tækifæri og staðið sig vel. Í dag nýtum við sextán leikmenn og erum að nýta hópinn vel og þurftum á því að halda.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner