Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   sun 29. maí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar: Ég verð allavega með einhverja fleiri
Rúnar Kristinsson þjáfari KR
Rúnar Kristinsson þjáfari KR
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Gríðarlega sáttur, frábær þrjú stig á mjög erfiðum útvelli á móti góðu liði FH, Það eru alltaf hörkuleikir á milli þessara félaga og mikið af mörkum. Heilt yfir ef við horfum á allan leikinn held ég að þetta hafi verið sanngjarnt en þeir hefðu hæglega getað náð í stig hérna í restina.“ Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um sín fyrstu viðbrögð eftir 3-2 sigur KR á FH í Kaplakrika fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 KR

Gestirnir úr Vestubæ byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir með tveggja marka forystu eftir hálftíma leik. Var það uppleggið hjá liðinu að keyra á FH og koma höggi á þá snemma?

„Nei ekkert endilega. Við ætluðum bara að ná jafnvægi í okkar leik og gera réttu hlutina sem við gerðum mjög vel í byrjun. VIð fáum þarna tvö góð mörk og komumst í fína stöðu og eitthvað sem flesta þjálfara dreymir um að komast inn í hálfleikinn með 2-0 en svo gerist það ekki og þeir skora.“

KR hefur verið að fá mikið af mönnum aftur inn í hópinn úr meiðslum það sem af er móti og er hópur liðsins að breikka Rúnar ræddi aðeins málefni hópsins.

„Ég verð allavega með einhverja fleiri. Arnór Sveinn er að verða klár og hann er ekki búinn að spila neinn leik af þesum níu sem við erum búnir að spila og það er mjög mikill missir fyrir okkur. Engu að síðar hafa aðrir fengið tækifæri og staðið sig vel. Í dag nýtum við sextán leikmenn og erum að nýta hópinn vel og þurftum á því að halda.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner