
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar var að vonum sáttur með sigur sinna kvenna gegn Selfoss í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.
Lestu um leikinn: Selfoss 6 - 7 Stjarnan
„Þetta var hörkuleikur. Skemmtilegur leikur á góðum leiki. Þetta datt okkar meginn í vítakeppninni en við hefðum viljað vera búnar að setja mark í leiknum sjálfum," sagði Ólafur.
Leikurinn var nokkuð lokaður í fyrri hálfleik en opnaðist heldur betur í þeim síðari.
„Já það gerði það. Þetta hefði getað dottið hvorum megin sem er. Þetta var hörkuleikur. Steluprnar síndu frábæran karakter eftir að hafa lent undir."
Stjarnan lék einum fleiri í stóran hluta síðari hálfleiks og alla framlenginguna. Liðið náði þó ekki að nýta sér liðsmuninn.
„Við gerðum það ekki. Kannski fórum við að flýta okkur of mikið því við héldum að við hefðum svona mikinn tíma."
Viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir