Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 29. júní 2023 13:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Viktor Karl: Alltaf gaman að spila í Evrópu og sérstaklega á móti þeim
Viktor Karl Einarsson.
Viktor Karl Einarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta leggst mjög vel í mig, það er alltaf gaman að spila í Evrópu og sérstaklega á móti þeim," segir Viktor Karl Einarsson, miðjumaður Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun spilar Breiðablik úrslitaleik í umspili gegn Buducnost frá Svartfjallalandi. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli en sigurliðið fer áfram í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við spiluðum við þá í fyrra og við vitum eitthvað um þá. Ég er ekki sannfærður um að leikirnir í fyrra hafi eitthvað með þennan leik að gera, en ég er allavega mjög spenntur."

Blikar unnu einvígi liðanna í Sambandsdeildinni í fyrra, en það var mikill hiti og mikil skemmtilegheit í einvíginu. Það er smá munur á Buducnost og Tre Penne, liðinu sem Blikar unnu 7-1 í undanúrslitunum.

„Alveg klárlega, það er mjög mikill munur. Ég held að Buducnost séu töluvert meira fyrir hörkuna, þetta eru sterkir leikmenn sem vilja örugglega hafa boltann aðeins í loftinu. Tre Penne voru lágvaxnari og vildu kannski ekki hafa jafn mikla hörku í leiknum."

„Að mínu mati erum við með betra lið en Buducnost. Það er ekkert hægt að gera nema að sýna það á vellinum, en við eigum að vera sterkari aðilinn í þessum leik."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner