Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
   fim 29. júní 2023 13:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Viktor Karl: Alltaf gaman að spila í Evrópu og sérstaklega á móti þeim
Viktor Karl Einarsson.
Viktor Karl Einarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta leggst mjög vel í mig, það er alltaf gaman að spila í Evrópu og sérstaklega á móti þeim," segir Viktor Karl Einarsson, miðjumaður Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun spilar Breiðablik úrslitaleik í umspili gegn Buducnost frá Svartfjallalandi. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli en sigurliðið fer áfram í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við spiluðum við þá í fyrra og við vitum eitthvað um þá. Ég er ekki sannfærður um að leikirnir í fyrra hafi eitthvað með þennan leik að gera, en ég er allavega mjög spenntur."

Blikar unnu einvígi liðanna í Sambandsdeildinni í fyrra, en það var mikill hiti og mikil skemmtilegheit í einvíginu. Það er smá munur á Buducnost og Tre Penne, liðinu sem Blikar unnu 7-1 í undanúrslitunum.

„Alveg klárlega, það er mjög mikill munur. Ég held að Buducnost séu töluvert meira fyrir hörkuna, þetta eru sterkir leikmenn sem vilja örugglega hafa boltann aðeins í loftinu. Tre Penne voru lágvaxnari og vildu kannski ekki hafa jafn mikla hörku í leiknum."

„Að mínu mati erum við með betra lið en Buducnost. Það er ekkert hægt að gera nema að sýna það á vellinum, en við eigum að vera sterkari aðilinn í þessum leik."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner