„Þetta leggst mjög vel í mig, það er alltaf gaman að spila í Evrópu og sérstaklega á móti þeim," segir Viktor Karl Einarsson, miðjumaður Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.
Á morgun spilar Breiðablik úrslitaleik í umspili gegn Buducnost frá Svartfjallalandi. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli en sigurliðið fer áfram í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Á morgun spilar Breiðablik úrslitaleik í umspili gegn Buducnost frá Svartfjallalandi. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli en sigurliðið fer áfram í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
„Við spiluðum við þá í fyrra og við vitum eitthvað um þá. Ég er ekki sannfærður um að leikirnir í fyrra hafi eitthvað með þennan leik að gera, en ég er allavega mjög spenntur."
Blikar unnu einvígi liðanna í Sambandsdeildinni í fyrra, en það var mikill hiti og mikil skemmtilegheit í einvíginu. Það er smá munur á Buducnost og Tre Penne, liðinu sem Blikar unnu 7-1 í undanúrslitunum.
„Alveg klárlega, það er mjög mikill munur. Ég held að Buducnost séu töluvert meira fyrir hörkuna, þetta eru sterkir leikmenn sem vilja örugglega hafa boltann aðeins í loftinu. Tre Penne voru lágvaxnari og vildu kannski ekki hafa jafn mikla hörku í leiknum."
„Að mínu mati erum við með betra lið en Buducnost. Það er ekkert hægt að gera nema að sýna það á vellinum, en við eigum að vera sterkari aðilinn í þessum leik."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir