
Njarðvíkingar tóku á móti Grindavík á Rafholtsvellinum í Njarðvík í dag þegar 14.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni.
Njarðvíkingar sátu í fallsæti og gátu með sigri nálgast liðin fyrir ofan sig og það varð raunin.
Lestu um leikinn: Njarðvík 4 - 1 Grindavík
„Frábært að vinna þessa derby leiki og á þennan hátt sem að við gerum það er bara geggjað." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í dag.
„Mér fannst fyrri hálfleikur vera svolítið kaflaskiptur á báða boga einhvernveginn. Ekkert frábærlega spilaður leikur, ekki af okkar hálfu. Mér fannst við taka of langan tíma í þær aðgerðir sem að við ætluðum að gera og svo töluðum við um það í hálfleik að við ætluðum að fara út og svolítið spila okkar bolta, það sem við erum að reyna gera hérna á æfingum og við gerðum það hérna í seinni og þá fannst mér við mun líklegri."
Njarðvíkingar spiluðu mjög vel í dag og voru beinskeittari en oft áður í sumar en Gunnar Heiðar hafði haft viku í undirbúning fyrir þennan leik.
„Eins og ég sagði þegar ég tók við starfinu að þá er nú erfitt að breyta öllu einn tveir og bingó, ég trúi því ekki en ég er að koma mínu fingrafari á þetta lið, við getum sagt það og það mun taka auðvitað lengri tíma og allt það en ég er mjög ánægður með attitute-ið í strákunum, ég er mjög ánægður með þessar æfingar sem hafa verið hjá mér núna síðustu daga og ef við höldum þessu áfram að þá getum við alveg unnið hvaða lið sem er í þessari deild."
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |