Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
   lau 29. júlí 2023 17:28
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Er að koma mínu fingrafari á þetta lið
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Njarðvík

Njarðvíkingar tóku á móti Grindavík á Rafholtsvellinum í Njarðvík í dag þegar 14.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Njarðvíkingar sátu í fallsæti og gátu með sigri nálgast liðin fyrir ofan sig og það varð raunin. 


Lestu um leikinn: Njarðvík 4 -  1 Grindavík

„Frábært að vinna þessa derby leiki og á þennan hátt sem að við gerum það er bara geggjað." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í dag.

„Mér fannst fyrri hálfleikur vera svolítið kaflaskiptur á báða boga einhvernveginn. Ekkert frábærlega spilaður leikur, ekki af okkar hálfu. Mér fannst við taka of langan tíma í þær aðgerðir sem að við ætluðum að gera og svo töluðum við um það í hálfleik að við ætluðum að fara út og svolítið spila okkar bolta, það sem við erum að reyna gera hérna á æfingum og við gerðum það hérna í seinni og þá fannst mér við mun líklegri." 

Njarðvíkingar spiluðu mjög vel í dag og voru beinskeittari en oft áður í sumar en Gunnar Heiðar hafði haft viku í undirbúning fyrir þennan leik.

„Eins og ég sagði þegar ég tók við starfinu að þá er nú erfitt að breyta öllu einn tveir og bingó, ég trúi því ekki en ég er að koma mínu fingrafari á þetta lið, við getum sagt það og það mun taka auðvitað lengri tíma og allt það en ég er mjög ánægður með attitute-ið í strákunum, ég er mjög ánægður með þessar æfingar sem hafa verið hjá mér núna síðustu daga og ef við höldum þessu áfram að þá getum við alveg unnið hvaða lið sem er í þessari deild." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir