Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 29. ágúst 2023 22:45
Mist Rúnarsdóttir
Emma Steinsen þakkar stuðningsfólki fyrir spark í rassinn
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Emmu líður eins og heima í Víkinni
Emmu líður eins og heima í Víkinni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég get alveg viðurkennt það að ég var alveg stressuð fyrir leikinn. Við vissum að við gætum annað hvort klárað þetta í dag eða gert þetta aðeins erfiðara og þurft að klára tvo leiki í viðbót. En þetta var alltaf planið fyrir sumarið. Númer 1, 2 og 3 ætluðum við alltaf að komast upp og þetta er bara búið að vera geggjað sumar og þetta er geggjaður hópur. Við erum ekkert eðlilega sáttar,“ sagði Víkingurinn Emma Steinsen eftir að liðið tryggði sér sigur í Lengjudeildinni eftir 4-2 sigur á Fylki.

Það var mögnuð stemmning í Víkinni í kvöld og áhorfendamet slegið í deildarleik kvenna en 1001 áhorfandi mætti á leikinn. Emma þakkaði stuðningsfólkinu fyrir stuðninginn og vildi meina að umgjörðin og stuðningurinn ætti stóran þátt í góðu gengi Víkings.

„Ég er ekkert eðlilega sátt að vera hérna. Eftir að ég skrifaði undir hjá Víking þá fannst mér ég vera komin heim. Þetta er óraunverulegt. Stuðningurinn er búinn að vera geggjaður í sumar og við erum ótrúlega þakklátar. Þetta hjálpar gríðarlega mikið,“ sagði Emma meðal annars og viðurkenndi að hún hafði ekki séð þessa atburðarrás fyrir sér þegar hún ákvað að ganga til liðs við Víkinga.

Nánar er rætt við bakvörðinn öfluga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner