Halldór Smári Sigurðsson, fyrirliði Víkings, mætti í viðtal eftir 3-2 tap gegn KR á heimavelli í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 3 KR
„Til hamingju KR með Evrópusæti. Ég er svekktur að hafa tapað," sagði Halldór Smári.
„Mörkin tvö sem þeir skoruðu (í síðari hálfleik) eru mörk sem við eigum ekki að fá á okkur. Þeir skoruðu ekki með því að spila sig í gegn. Þetta var óheppni hjá okkur."
Víkingur endar í níunda sæti Pepsi-deildarinnar.
„Fyrir mót hefði ég ekki verið sáttur með níunda sæti, um mitt mót hefði ég ekki heldur verið sáttur með níunda sæti. En ef maður horfir á það sem gekk á; markmannsvesen í byrjun, Kári fer án þess að spila, Sölvi meiðist. Kannski var þetta ágætt úr því sem komið var," sagði Halldór Smári.
„Ég á tvö ár eftir af samningi þannig að ég verð áfram. Ég vona að kjarninn í liðinu verði áfram."
Athugasemdir