Þróttur R. sigraði Hauka 4-2 í hörkuleik
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, fyrirliði Hauka, var að vonum svekktur eftir 4-2 tap liðsins gegn Þrótti R. Þróttarar komust 2-0 yfir áður en Haukar jöfnuðu en Haukamenn fengu svo á sig tvö fleiri mörk í fyrri hálfleik og var það niðurstaða leiksins.
Þróttarar byrjuðu af miklum krafti og skoruðu 2 mörk á fyrstu 2 mínútunum.
„Við eyðilögðum leikinn á fyrstu 10 mínútunum, komum til baka en fáum á okkur klaufalegt víti," sagði Guðmundur í viðtali við fótbolta.net eftir leikinn.
Elías Ingi dómari leiksins var nokkuð umdeildur en margir vilja meina að Þróttarar hefðu ekki átt að fá víti og einnig að rænt var víti af Haukum stuttu fyrir það.
„Ég var helvíti svekktur að hann skyldi hafa flautað víti á okkur eftir að hann var nýbúinn að sleppa því þegar Þórður Jón var sparkaður niður en maður breytir því ekkert núna."
Guðmundur gat ekki sagt hvað hefði þurft að gera betur eftir að Haukar jöfnuðu leikinn og allt leit út fyrir að það yrði meiri barátta. Þeir ætla hinsvegar að bæta sig fyrir næsta leik og koma sterkir inn þar á móti Magna.
„Við þurfum bara að bæta okkar leik, koma ennþá grimmari inn. Þessi fyrri hálfleikur hérna var bara hræðilegur," sagði hann í lokinn.
Athugasemdir