Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   þri 30. júlí 2019 22:32
Baldvin Pálsson
Gunnlaugur Fannar: Þessi fyrri hálfleikur var hræðilegur
Þróttur R. sigraði Hauka 4-2 í hörkuleik
Mynd: Hulda Margrét
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, fyrirliði Hauka, var að vonum svekktur eftir 4-2 tap liðsins gegn Þrótti R. Þróttarar komust 2-0 yfir áður en Haukar jöfnuðu en Haukamenn fengu svo á sig tvö fleiri mörk í fyrri hálfleik og var það niðurstaða leiksins.

Þróttarar byrjuðu af miklum krafti og skoruðu 2 mörk á fyrstu 2 mínútunum.

„Við eyðilögðum leikinn á fyrstu 10 mínútunum, komum til baka en fáum á okkur klaufalegt víti,"  sagði Guðmundur í viðtali við fótbolta.net eftir leikinn.

Elías Ingi dómari leiksins var nokkuð umdeildur en margir vilja meina að Þróttarar hefðu ekki átt að fá víti og einnig að rænt var víti af Haukum stuttu fyrir það.

„Ég var helvíti svekktur að hann skyldi hafa flautað víti á okkur eftir að hann var nýbúinn að sleppa því þegar Þórður Jón var sparkaður niður en maður breytir því ekkert núna."

Guðmundur gat ekki sagt hvað hefði þurft að gera betur eftir að Haukar jöfnuðu leikinn og allt leit út fyrir að það yrði meiri barátta. Þeir ætla hinsvegar að bæta sig fyrir næsta leik og koma sterkir inn þar á móti Magna.

„Við þurfum bara að bæta okkar leik, koma ennþá grimmari inn. Þessi fyrri hálfleikur hérna var bara hræðilegur," sagði hann í lokinn.
Athugasemdir
banner
banner