Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
banner
   lau 30. júlí 2022 17:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hemmi gefur leikmönnum útivistarleyfi - „Mega njóta sín í botn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðhátíðarleiknum í 15. umferð Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Keflavík

ÍBV komst tvisvar yfir í leiknum og voru heppnir að tapa ekki undir lokin. Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjamanna segir úrslitin sanngjörn.

„Í heildina er þetta nokkuð sanngjarnt. Í fyrri hálfleik fengum við rosa fín færi þannig að þetta var sanngjarnt. Það hefur aðeins meiri kraftur í okkur í síðustu leikjum en völlurinn virkaði helvíti þungur. Við spilum þannig leik að þetta eru læti og hlaup, þetta var þungt í restina," sagði Hemmi.

Hann gefur leikmönnum ÍBV leyfi á að skemmta sér frameftir um helgina en eins og flestir vita er Þjóðhátíð í Eyjum um helgina.

„Það eru allir búnir að bíða eftir þessu með eftirvæntingu í nokkur ár. Klefinn er heilbrigður og flottur og stemningin er samkvæmt því. Framlagið og krafturinn í hverjum leik, þetta er rosa flottur klefi, eftir erfiða byrjun sýna menn úr hverju þeir eru gerðir. Við erum komnir á ágætis ról, þessi klefi á allt hrós skilið og það er engin spurning að menn mega njóta sín í botn."

ÍBV mætir KR á Meistaravöllum um næstu helgi.


Athugasemdir