De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 31. janúar 2019 21:33
Arnar Helgi Magnússon
Helgi Sig um Albert: Meiri líkur en minni að hann fari
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkismenn eru komnir í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir öruggan sigur á Fjölni í undanúrslitunum í kvöld.

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum sáttur við úrslitin í leikslok.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Fylkir

„Þegar maður fer í leiki þá vill maður vinna þá, annars getur maður sleppt þessu. Þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur í dag og við unnum þetta sanngjarnt."

„Við erum búnir að vera á nokkuð góðu róli en auðvitað er bara ennþá janúar þó svo að febrúar mæti á morgun. Við erum bara sáttir við þetta eins og þetta er."

„Menn eru að leggja sig fram og reyna að fá eins mikið út úr leikjum og hægt er. Það geislar af mönnum gleði og sjálfstraust inni á vellinum og þegar við náum því fram þá erum við öflugir."

Albert Brynjar Ingason var ekki í leikmannahópi Fylkis í kvöld og staðfesti Helgi í viðtalinu að hann væri mögulega á förum.

„Það er möguleiki á því. Við þurfum að sjá hvað setur en næstu dagar munu skera úr um það. Eins og staðan er núna er meiri möguleiki á því að hann fari en ekki. "

Helgi Sigurðsson segir að Fylkir ætli að fá 2-3 leikmenn til viðbótar fyrir tímabilið.

„Það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur leikmönnum. Hvenær þeir koma verður að koma í ljós. Við viljum fá réttu mennina inn sem að styrkja okkur"

„Við erum að leita að styrkingu framarlega á vellinum en við þurfum að sjá hvernig næstu vikur þróast. Það er gaman að sjá þessa ungu stráka sem hafa verið að koma inn og sýna okkur það að þeir séu tilbúnir. Það er alltaf slæmt að missa menn en það eru kannski tækifæri í því líka."

KR og Valur eigast nú við í hinum undanúrslitaleiknum en úrslitaleikurinn verður á mánudagskvöld.

Viðtalið við Helga má sjá í held sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner