Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   fim 31. janúar 2019 21:33
Arnar Helgi Magnússon
Helgi Sig um Albert: Meiri líkur en minni að hann fari
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkismenn eru komnir í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir öruggan sigur á Fjölni í undanúrslitunum í kvöld.

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum sáttur við úrslitin í leikslok.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Fylkir

„Þegar maður fer í leiki þá vill maður vinna þá, annars getur maður sleppt þessu. Þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur í dag og við unnum þetta sanngjarnt."

„Við erum búnir að vera á nokkuð góðu róli en auðvitað er bara ennþá janúar þó svo að febrúar mæti á morgun. Við erum bara sáttir við þetta eins og þetta er."

„Menn eru að leggja sig fram og reyna að fá eins mikið út úr leikjum og hægt er. Það geislar af mönnum gleði og sjálfstraust inni á vellinum og þegar við náum því fram þá erum við öflugir."

Albert Brynjar Ingason var ekki í leikmannahópi Fylkis í kvöld og staðfesti Helgi í viðtalinu að hann væri mögulega á förum.

„Það er möguleiki á því. Við þurfum að sjá hvað setur en næstu dagar munu skera úr um það. Eins og staðan er núna er meiri möguleiki á því að hann fari en ekki. "

Helgi Sigurðsson segir að Fylkir ætli að fá 2-3 leikmenn til viðbótar fyrir tímabilið.

„Það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur leikmönnum. Hvenær þeir koma verður að koma í ljós. Við viljum fá réttu mennina inn sem að styrkja okkur"

„Við erum að leita að styrkingu framarlega á vellinum en við þurfum að sjá hvernig næstu vikur þróast. Það er gaman að sjá þessa ungu stráka sem hafa verið að koma inn og sýna okkur það að þeir séu tilbúnir. Það er alltaf slæmt að missa menn en það eru kannski tækifæri í því líka."

KR og Valur eigast nú við í hinum undanúrslitaleiknum en úrslitaleikurinn verður á mánudagskvöld.

Viðtalið við Helga má sjá í held sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner