Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
   fim 31. janúar 2019 21:33
Arnar Helgi Magnússon
Helgi Sig um Albert: Meiri líkur en minni að hann fari
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkismenn eru komnir í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir öruggan sigur á Fjölni í undanúrslitunum í kvöld.

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum sáttur við úrslitin í leikslok.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Fylkir

„Þegar maður fer í leiki þá vill maður vinna þá, annars getur maður sleppt þessu. Þetta var bara mjög góður leikur hjá okkur í dag og við unnum þetta sanngjarnt."

„Við erum búnir að vera á nokkuð góðu róli en auðvitað er bara ennþá janúar þó svo að febrúar mæti á morgun. Við erum bara sáttir við þetta eins og þetta er."

„Menn eru að leggja sig fram og reyna að fá eins mikið út úr leikjum og hægt er. Það geislar af mönnum gleði og sjálfstraust inni á vellinum og þegar við náum því fram þá erum við öflugir."

Albert Brynjar Ingason var ekki í leikmannahópi Fylkis í kvöld og staðfesti Helgi í viðtalinu að hann væri mögulega á förum.

„Það er möguleiki á því. Við þurfum að sjá hvað setur en næstu dagar munu skera úr um það. Eins og staðan er núna er meiri möguleiki á því að hann fari en ekki. "

Helgi Sigurðsson segir að Fylkir ætli að fá 2-3 leikmenn til viðbótar fyrir tímabilið.

„Það er alveg ljóst að við munum bæta við okkur leikmönnum. Hvenær þeir koma verður að koma í ljós. Við viljum fá réttu mennina inn sem að styrkja okkur"

„Við erum að leita að styrkingu framarlega á vellinum en við þurfum að sjá hvernig næstu vikur þróast. Það er gaman að sjá þessa ungu stráka sem hafa verið að koma inn og sýna okkur það að þeir séu tilbúnir. Það er alltaf slæmt að missa menn en það eru kannski tækifæri í því líka."

KR og Valur eigast nú við í hinum undanúrslitaleiknum en úrslitaleikurinn verður á mánudagskvöld.

Viðtalið við Helga má sjá í held sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner