„Þetta er bara súrt í rauninni að tapa þessum leik. Við vissum það að Blikarnir gætu haldið boltanum og eru góðir í fótbolta og við þéttum til baka og gerðum það bara nokkuð vel fannst mér" sagði svekktur Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis eftir tap á móti Breiðabliki.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Fjölnir
„Blikar eru alltaf sterkari aðilinn í leiknum. Ef þú hefur fylgst með blikunum síðustu 10 ár að þá eru þeir alltaf betri aðilinn úti á vellinum. Þeir vinna leikinn og þar með eru þeir kannski betri en við fáum tvö dauðafæri í fyrri hálfleiknum og þeir voru ekki mikið að opna okkur og það er oft þannig sem telur og ef þú nýtir ekki færin að þá taparu. Svekkjandi en eins og ég segi, Blikarnir eru alltaf betri en andstæðingurinn"
Nánar er rætt við Ágúst í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























