,,Svo ég segi það beint út þá erum við að höfða til þeirra sem eru að spila hinn hefðbundna bumbubolta ef svo má segja" segir Hrannar Pétursson talsmaður Vodafone.
En eins og glöggir lesendur Fótbolta.net hafa eflaust tekið eftir verður stórt áhugamannamót haldið í Fífunni helgina 7.-8. janúar þar sem sigurvegararnir fá ferð til Abu Dhabi að launum.
En eins og glöggir lesendur Fótbolta.net hafa eflaust tekið eftir verður stórt áhugamannamót haldið í Fífunni helgina 7.-8. janúar þar sem sigurvegararnir fá ferð til Abu Dhabi að launum.
,,Við höfum svona örlítið orðið var við það að menn haldi að þetta sé einfaldlega of sterkt mót til að þeir geti tekið þátt því verðlaunin séu þannig, en ég fullyrði það að allir hinir meðaljónar eiga fullt erindi í mótið og gætu alveg staðið uppi sem sigurvegarar".
Allar upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðu Vodafone og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að skrá sig.
Rætt er við Hrannar hér í sjónvarpinu fyrir ofan.
Sjá einnig:
Áhugamannamót í janúar - sigurvegarinn fær ferð til Abu Dhabi!






















