Lárus Orri Sigurðsson var með tvo rétta þegar hann spáði í leikina í Pepsi-deildinni í síðustu viku.
Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflvíkinga, spáir í leikina í fimmtándu umferðinni sem hefst í kvöld.
Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflvíkinga, spáir í leikina í fimmtándu umferðinni sem hefst í kvöld.
Breiðablik 1 - 1 Víkingur R. (18:00 í kvöld)
Það verður eflaust hátt spennustig í leiknum sé litið til atburða fyrr í sumar. Liðin sigla bæði tiltölulega lygnan sjó í deildinni og munu taka eitt stig hvort.
KA 2 - 3 Stjarnan (18:00 í kvöld)
KA-menn hafa verið óútreiknanlegir síðustu vikurnar en það er langt síðan að Stjarnan tapaði í deildinni og ég held að það gerist ekki í þessum leik. Þetta verður fjörugur markaleikur.
Grindavík 2 - 2 ÍA (18:00 í kvöld)
Athyglisverður leikur þar sem bæði lið munu skilja allt eftir á vellinum. Það verður boðið upp á fjögur mörk sem liðin skipta jafnt á milli sín.
KR 1 - 2 Valur (18:30 í kvöld)
Bæði þessi lið voru súr eftir niðurstöður sinna leikja í síðustu umferð. Vafalítið verður hart tekist á en ég hef trú á því að Valsmenn vinni dramatískan sigur.
ÍBV 3 - 1 Vikingur Ó. (18:00 á mánudag)
Liðin koma með kassann úti eftir góð úrslit í síðasta leik. Ólsarar í deild og ÍBV í bikar. Hef trú á að stemningin úr bikarleiknum fylgi Eyjamönnum og að þeir taki þrjú stig.
Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Ingólfur Sigurðsson - 4 réttir
Rikki G - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Egill Ploder - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Einar Örn Jónsson - 2 réttir
Lárus Orri Sigurðsson - 2 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Kjartan Atli Kjartansson - 1 réttur
Hjálmar Örn Jóhannsson - 0 réttir
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir