Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 16. september 2019 17:00
Fótbolti.net
Lið 21. umferðar - Til hamingju Fjölnir!
Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnis.
Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Dan Þórðarson.
Kristófer Dan Þórðarson.
Mynd: Hulda Margrét
Valtýr Már Michaelsson.
Valtýr Már Michaelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðeins ein umferð er eftir af Inkasso-deildinni en hér má sjá úrvalslið 21. umferðarinnar sem leikin var síðasta laugardag.

Fjölnismenn eru öruggir með sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili eftir 1-1 jafntefli gegn Leikni í Grafarvoginum. Við óskum Fjölni til hamingju með þennan áfanga og er Ásmundur Arnarsson þjálfari umferðarinnar.

Í sjálfu úrvalsliðinu á Fjölnir svo sinn fulltrúa en það er markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson.



Leiknismenn eiga enn smá von um að komast upp en ungur leikmaður þeirra, Vuk Oskar Dimitrijevic, er í úrvalsliðinu.

Grótta er í bílstjórasætinu í baráttunni um að komast upp en liðið þarf aðeins stig í lokaumferðinni til að vera öruggt. Gróttumenn unnu sigur á Njarðvík á laugardaginn þar sem Valtýr Már Michaelsson skoraði glæsilegt mark og var valinn maður leiksins. Njarðvíkingar eru fallnir en eiga þó mann í liðinu, það er Atli Geir Gunnarsson.

Magni kom sér upp úr fallsæti með því að vinna Þrótt. Gauti Gautason var valinn maður leiksins en Kian Williams kemst einnig í úrvalsliðið.

Afturelding er enn í fallhættu eftir tap gegn Víkingi Ólafsvík. Ólsarar eiga tvo í úrvalsliðinu, Michael Newberry og Harley Willard.

Kristófer Dan Þórðarson skoraði tvö mörk fyrir Hauka sem unnu gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttunni. Haukar unnu Keflavík 3-1 og er fyrirliði Hafnfirðinga, Ásgeir Þór Ingólfsson, einnig í liði umferðarinnar.

Síðastur en svo sannarlega ekki sístur, Helgi Guðjónsson hjá Fram er í úrvalsliðinu. Helgi skoraði þrennu gegn Þór.

Sjá fyrri lið umferðarinnar:
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner