Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   þri 28. september 2010 17:33
Magnús Már Einarsson
Mótastjóri KSÍ: Gæti þurft að gera hlé mótinu í allan júní mánuð
Mynd: Myndasafn KSÍ
U21 árs landslið karla mun í næsta mánuði leika gegn Skotum í umspilsleikjum um laust sæti á EM á næsta ári. Evrópumótið fer fram í Danmörku 11-25.júní á næsta ári og því er ljóst að gera verður hlé á Íslandsmótinu á meðan ef íslenska liðið kemst áfram.

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segist lítið vera búinn að hugsa um þetta mál þó íslenska liðið eigi möguleika á að komast áfram.

,,Það fer eftir því hvaða leikmenn eru í hópnum, ef þeir eru á Íslandi þá þurfum við væntanlega að gera hlé á mótinu," sagði Birkir við Fótbolta.net í dag.

,,Það eru allvega þrjár vikur í mótinu og einhver undirbúningur þannig að allur júní mánuður gæti legið undir."

,,Ég hef ekkert viljað hugsa þetta fyrr en að því kemur. Við skulum leyfa þessu Skotlandsleikjum að fara fram og síðan hugsum við út í þetta."
banner