U21 árs landslið karla mun í næsta mánuði leika gegn Skotum í umspilsleikjum um laust sæti á EM á næsta ári. Evrópumótið fer fram í Danmörku 11-25.júní á næsta ári og því er ljóst að gera verður hlé á Íslandsmótinu á meðan ef íslenska liðið kemst áfram.
Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ segist lítið vera búinn að hugsa um þetta mál þó íslenska liðið eigi möguleika á að komast áfram.
,,Það fer eftir því hvaða leikmenn eru í hópnum, ef þeir eru á Íslandi þá þurfum við væntanlega að gera hlé á mótinu," sagði Birkir við Fótbolta.net í dag.
,,Það eru allvega þrjár vikur í mótinu og einhver undirbúningur þannig að allur júní mánuður gæti legið undir."
,,Ég hef ekkert viljað hugsa þetta fyrr en að því kemur. Við skulum leyfa þessu Skotlandsleikjum að fara fram og síðan hugsum við út í þetta."






















