,,Þetta er æðislegt, það er æðislegt að vera kominn aftur í fótbolta," sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Fótbolta.net í dag.
Hermann er kominn aftur inn í landsliðið eftir meiðsli og er klár í leikinn gegn Portúgal á þriðjudag.
,,Ég er búinn að æfa með síðustu þrjár og hálfa viku og í áframhaldandi þreki og hlaupum, þetta er búið að vera flott."
,,Ég finn ekki neitt til í hásininni, hún er splúnkuný."
,,Ég er búinn að vera á fullu, ég var ekki búinn að semja en þú er það frágengið, nú fer maður alla vegana í hópinn og það er hægt að velja mig."
Nánar er rætt við Hermann í sjónvarpinu hér að ofan.























