Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
banner
banner
þriðjudagur 1. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
miðvikudagur 2. apríl
Championship
Derby County - Preston NE - 18:45
Úrvalsdeildin
Bournemouth - Ipswich Town - 18:45
Brighton - Aston Villa - 18:45
Man City - Leicester - 18:45
Newcastle - Brentford - 18:45
Southampton - Crystal Palace - 18:45
Liverpool - Everton - 19:00
Bikarkeppni
Stuttgart - RB Leipzig - 18:45
WORLD: International Friendlies
Hungary U-18 0 - 1 Montenegro U-18
Bikarkeppni
Milan - Inter - 19:00
Bikarkeppni
Atletico Madrid - Barcelona - 19:30
þri 01.apr 2025 14:00 Mynd: Mummi Lú
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina: 4. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að KR muni enda í fjórða sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. KR var í neðri hlutanum síðasta sumar en flýgur aftur upp í efri hlutann ef spáin rætist.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR. Hann er á leið inn í sitt fyrsta heila tímabil sem aðalþjálfari liðsins.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR. Hann er á leið inn í sitt fyrsta heila tímabil sem aðalþjálfari liðsins.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson, fyrirliði og algjör lykilmaður í liði KR.
Aron Sigurðarson, fyrirliði og algjör lykilmaður í liði KR.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Mar var keyptur frá Fjölni síðasta haust. Hann hefur fengið kallið í U21 landsliðið eftir komuna í KR og er ætlað stórt hlutverk í Vesturbænum.
Júlíus Mar var keyptur frá Fjölni síðasta haust. Hann hefur fengið kallið í U21 landsliðið eftir komuna í KR og er ætlað stórt hlutverk í Vesturbænum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður virkilega áhugavert að fylgjast með Eiði Gauta Sæbjörnssyni hjá KR. Hann kom frá HK í vetur.
Það verður virkilega áhugavert að fylgjast með Eiði Gauta Sæbjörnssyni hjá KR. Hann kom frá HK í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas átti frábært tímabil 2019 og þarf að minna alla á hversu góður hann getur verið.
Finnur Tómas átti frábært tímabil 2019 og þarf að minna alla á hversu góður hann getur verið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Snær var keyptur frá Fjölni. Honum er ætlað að verja mark KR í sumar.
Halldór Snær var keyptur frá Fjölni. Honum er ætlað að verja mark KR í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Orri var óvænt fenginn frá Gróttu, einn af tveimur í KR liðinu sem léku með Gróttu í fyrra.
Kristófer Orri var óvænt fenginn frá Gróttu, einn af tveimur í KR liðinu sem léku með Gróttu í fyrra.
Mynd/KR
Verið er að leggja gervigras á Meistaravelli og spilar KR því fyrstu heimaleiki sína í Laugardalnum.
Verið er að leggja gervigras á Meistaravelli og spilar KR því fyrstu heimaleiki sína í Laugardalnum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vicente Valor, spænski miðjumaðurinn sem kom frá ÍBV í vetur. Hann sýndi flotta takta á sínu fyrsta tímabili á Íslandi. En þá var hann í Lengjudeildinni, hvernig verður hann í þeirri bestu?
Vicente Valor, spænski miðjumaðurinn sem kom frá ÍBV í vetur. Hann sýndi flotta takta á sínu fyrsta tímabili á Íslandi. En þá var hann í Lengjudeildinni, hvernig verður hann í þeirri bestu?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjalti Sigurðsson er einn af fjölmörgum uppöldnum KR-ingum sem Óskar Hrafn hefur sótt aftur í Vesturbæinn.
Hjalti Sigurðsson er einn af fjölmörgum uppöldnum KR-ingum sem Óskar Hrafn hefur sótt aftur í Vesturbæinn.
Mynd/KR
KR fagnar marki síðasta sumar.
KR fagnar marki síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. KR, 104 stig
5. Stjarnan, 102 stig
6. ÍA, 84 stig
7. FH, 62 stig
8. KA, 60 stig
9. Fram, 58 stig
10. Afturelding, 37 stig
11. Vestri, 27 stig
12. ÍBV, 14 stig

Um liðið: Það eru breyttir tímar í Vesturbænum og mikil jákvæðni í gangi. Það er loksins eitthvað að gerast í aðstöðumálum og stærst er það að Óskar Hrafn Þorvaldsson er kominn heim og byrjaður að byggja upp spennandi lið. Síðasta sumar byrjaði vel fyrir KR og þeir unnu fyrstu leiki sína en svo fór allur taktur úr liðinu einhvern veginn og þeir voru í fallbaráttu lengi vel. Þjálfarinn var látinn fara og Óskar Hrafn tók að lokum við eftir að hafa gegnt nánast öllum störfum hjá félaginu áður en hann tók við sem þjálfari. Núna eru afar spennandi tímar framundan í Vesturbænum og jákvæðni fyrir því að liðið geti komist aftur á toppinn í íslenskum fótbolta.

Þjálfarinn: Eins og segir hér að ofan, þá er Óskar Hrafn tekinn við KR. Hann þekkir félagið inn og út, er uppalinn í Vesturbænum. Hann þjálfaði yngri flokka félagsins fyrir nokkrum árum og tók svo við sem aðalþjálfari Gróttu þar sem hann gerði ótrúlega hluti. Hann kom Gróttu alla leið upp í Bestu deildina og stýrði Breiðabliki svo til Íslandsmeistaratitils ásamt því að koma þeim í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hann stoppaði stutt sem þjálfari Haugesund í Noregi og kom aftur heim. Óskar tók fyrst við sem yfirmaður fótboltamála hjá KR og er núna einnig þjálfari liðsins; hann er maðurinn með lyklana í Vesturbænum og fyrir KR er það afar spennandi.

Styrkleikar: KR er með einn besta þjálfara deildarinnar, ef ekki bara þann besta. Hann er með reynslu af því að byggja upp lið og hefur honum vegnað vel í því í gegnum tíðina. Óskar hefur fengið marga uppalda leikmenn til baka og er komið meira KR-hjarta í þetta lið sem er svo sannarlega styrkleiki. Þegar KR fann taktinn í fyrra eftir að Óskar tók við, þá voru þeir illviðráðanlegir sóknarlega. Framarlega á vellinum eru þeir með einn besta leikmann deildarinnar í Aron Sigurðarson og á hinum kantinum geta þeir boðið upp á einn fljótasta leikmann deildarinnar í Luke Rae. Þetta eru sterk vopn. Lið KR hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu og getur tekur það með sér inn í mótið. Í KR er rík saga og frábær stuðningsmannakjarni sem getur hjálpað liðinu mikið að komast aftur á þann stað sem félagið á að vera á.

Veikleikar: Í markinu er reynslulítill markvörður og það vantar kannski leiðtoga fyrir framan hann í varnarlínuna sem er með reynslu. Það hafa orðið miklar breytingar á milli ára og Óskar hefur fengið tæki og tól til að smíða sitt eigið lið, en það gæti tekið tíma fyrir liðið að stilla saman strengi og aðlaga sig að hvor öðrum. Það fóru rosa mikið af mörkum með Benoný Breka og á Eiður Gauti líklega hvað mest að fylla í hans skarð. Eiður hefur raðað inn mörkum í neðri deildunum en á enn eftir að sýna að hann geti gert það í Bestu deildinni, að hann geti skorað meira en tíu mörk. Það er svolítið óskrifað blað.

Lykilmenn: Finnur Tómas Pálmason og Aron Sigurðarson
Finnur Tómas hefur alla hæfileika til að vera einn besti varnarmaðurinn í deildinni. Hann sýndi það svo sannarlega ekki á síðasta tímabili en hann verður að stíga upp á þessu tímabili. Hann er með nýliða í deildinni við hlið sér og þarf vera til staðar fyrir hann. Finnur kom eins og stormsveipur inn í deildina á sínum tíma og þarf að finna það form aftur. Aron er þá einn besti leikmaður deildarinnar. Hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi og er langbesti- og mikilvægasti leikmaður KR.

Gaman að fylgjast með: Eiður Gauti Sæbjörnsson
Það verður mjög gaman að fylgjast með Halldóri og Júlíusi sem komu úr Fjölni en það verður sérlega skemmtilegt að fylgjast með Eiði Gauti. Strákur sem var lengi að leika sér í neðri deildunum með Ými - og raðaði þar inn mörkum - áður en hann tók skrefið upp í HK í fyrra. Núna er hann kominn á mun stærra svið í KR og það verður einstaklega gaman að fylgjast með því hversu mörg mörk hann mun skora í sumar. Svo er Alexander Rafn Pálmason fæddur árið 2010 og hefur verið að fá mínútur. Mikið efni þar á ferðinni, mjög mikið.

Spurningamerkin: Hvernig verður fyrsta heila tímabilið hjá Óskari? Hvernig koma allir nýju mennirnir inn í þetta? Hvernig verður gervigrasið á Meistaravöllum?

Völlurinn: Það eru stórar breytingar á Meistaravöllum því verið er að leggja gervigras á aðalvöllinn. Þetta er stór breyting fyrir eins sögufrægan völl en þetta er líklega nauðsynleg breyting fyrir fótboltann sem Óskar vill spila og fyrir alla iðkendur félagsins. Meistaravellir lykta af ríkri sögu og þarna er gaman að horfa á fótbolta.

Komnir:
Júlíus Mar Júlíusson frá Fjölni
Halldór Snær Georgsson frá Fjölni
Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki
Eiður Gauti Sæbjörnsson frá HK
Atli Hrafn Andrason frá HK
Vicente Valor frá ÍBV
Róbert Elís Hlynsson frá ÍR
Hjalti Sigurðsson frá Leikni
Matthias Præst frá Fylki
Kristófer Orri Pétursson frá Gróttu
Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu
Óliver Dagur Thorlacius frá Fjölni

Farnir:
Benoný Breki Andrésson til Stockport
Theodór Elmar Bjarnason hættur og orðinn aðstoðarþjálfari
Alex Þór Hauksson til Stjörnunnar
Axel Óskar Andrésson í Aftureldingu
Guy Smit í Vestra
Jón Arnar Sigurðsson í Leikni (á láni)
Jakob Gunnar Sigurðsson til Þróttar R. (á láni, keyptur frá Völsungi síðasta sumar)
Óðinn Bjarkason í ÍR (á láni)
Lúkas Magni Magnason
Eyþór Aron Wöhler í Fylki
Hrafn Guðmundsson til Stjörnunnar
Rúrik Gunnarsson til HK
Viktor Orri Guðmundsson í Gróttu
Dagur Bjarkason í Gróttu
Björgvin Brimi Andrésson í Gróttu



Leikmannalisti:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Birgir Steinn Styrmisson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Stefán Árni Geirsson
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
10. Guðmundur Andri Tryggvason
11. Aron Sigurðarson (f)
12. Halldór Snær Georgsson (m)
14. Alexander Rafn Pálmason
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
16. Matthias Præst Nielsen
17. Luke Conrad Morgan Rae
18. Óliver Dagur Thorlacius
19. Vicente Rafael Valor Martinez
20. Atli Hrafn Andrason
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Atli Sigurjónsson
24. Kristófer Orri Pétursson
26. Hrafn Tómasson
27. Róbert Elís Hlynsson
28. Hjalti Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson
30. Sigurður Breki Kárason

Fyrstu fimm leikir KR:
6. apríl, KA - KR (Greifavöllurinn)
14. apríl, KR - Valur (AVIS völlurinn)
23. apríl, FH - KR (Kaplakrikavöllur)
27. apríl, KR - ÍA (Meistaravellir)
5. maí, Breiðablik - KR (Kópavogsvöllur)

Spámennirnir: Anton Freyr Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Kári Snorrason, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Sölvi Haraldsson, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner