Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
banner
banner
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna karlar
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
mánudagur 31. mars
Serie A
Verona - Parma - 16:30
Lazio - Torino - 18:45
Úrvalsdeildin
Akron - Rostov - 15:30
La Liga
Celta - Las Palmas - 19:00
fös 28.mar 2025 17:00 Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina: 7. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að FH muni enda í sjöunda sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. FH var í efri hlutanum síðasta sumar en því er spáð að liðið verði í neðri hlutanum í ár.

Fyrir leik hjá FH núna á undirbúningstímabilinu.
Fyrir leik hjá FH núna á undirbúningstímabilinu.
Mynd/FH
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Böðvar er öflugur leikmaður.
Böðvar er öflugur leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Kári hefði getað orðið dýrasti leikmaður í sögu íslenska boltans en hann hafnaði tilboði Vals.
Kjartan Kári hefði getað orðið dýrasti leikmaður í sögu íslenska boltans en hann hafnaði tilboði Vals.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Daníel hefur leikið frábærlega með FH síðustu ár.
Björn Daníel hefur leikið frábærlega með FH síðustu ár.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gils Gíslason er efnilegur.
Gils Gíslason er efnilegur.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Ísak Óli missir af byrjun tímabilsins vegna meiðsla.
Ísak Óli missir af byrjun tímabilsins vegna meiðsla.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bragi Karl kom til FH frá ÍR.
Bragi Karl kom til FH frá ÍR.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason í leik með FH í vetur.
Kristján Flóki Finnbogason í leik með FH í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir FH í sumar?
Hvað gerir FH í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. FH, 62 stig
8. KA, 60 stig
9. Fram, 58 stig
10. Afturelding, 37 stig
11. Vestri, 27 stig
12. ÍBV, 14 stig

Um liðið: FH er stórveldi í íslenskum fótbolta. Það er erfitt að hugsa ekki til baka til 2005 og 2006 þegar FH var með eitt besta lið í sögu íslenska fótboltans. Þetta voru sannkölluð gullaldarár í fótboltanum í FH, ótrúlegir tímar með fullt af minningum. Síðustu ár hafa ekki verið eins góð, en það hefur verið að koma betri taktur í þetta. Eftir hörmulegt 2022, þar sem FH féll næstum því úr Bestu deildinni, þá hefur gengið betur síðastliðin tvö ár. FH-ingar hafa komist í efri hlutann bæði tímabilin án þess þó að gera alvöru atlögu að Evrópusætunum. Núna er það stefnir í Kaplakrika að komast aftur í Evrópu og byggja út frá því, þó þessi spá sé ekki bjartsýn um það það muni gerast.

Þjálfarinn: Heimir Guðjónsson er goðsögn í Kaplakrika, líklega bara ein sú mesta hjá félaginu. Hann er á leið inn í sitt þriðja tímabil eftir að hann tók við liðinu aftur. Hann hefur náð að byggja upp góðan stöðugleika í þessu og það er spurning hvort FH komist aftur á topinn undir hans stjórn. Sem leikmaður varð Heimir tvisvar Íslandsmeistari með FH en sem þjálfari hefur hann unnið titilinn fimm sinnum og einu sinni sem aðstoðarþjálfari. Algjör sigurvegari sem leggur miklar kröfur á leikmenn sína.

Styrkleikar: Blandan í hópnum virðist vera góð; það eru sterkir uppaldir leikmenn með mikla reynslu í bland við yngri spennandi leikmenn. Í leikmannahópnum eru leikmenn sem hafa reynslu af því að vinna hluti eins og til dæmis Böðvar Böðvarsson og Björn Daníel Sverrisson. Þjálfarinn er gríðarlegur sigurvegari og er með tengingu við gullaldarlið FH. Heimir hefur unnið allt sem er hægt að vinna í íslenskum fótbolta og miðlar þeirri þekkingu inn í hópinn. Það er frábært fyrir liðið að vera með þessa þekkingu í leikmannahópnum og þjálfarateyminu. FH er aðeins annað af tveimur liðum sem spilar heimaleiki sína á grasi og Kaplakrikavöllur ætti að geta verið mikill styrkleiki fyrir liðið í sumar.

Veikleikar: Enn eitt árið er miðvarðastaðan vandamál fyrir FH. Ólafur Guðmundsson og Logi Hrafn Róbertsson voru báðir seldir frá félaginu í vetur og það er högg. Ísak Óli Ólafsson er þá meiddur langt inn í tímabilið og það er óvíst hverjir verða í miðverði hjá FH í byrjun tímabils. Þessi óvissa er ekki góð. Gullaldarlið FH var með afgerandi markaskorara í Atla Viðari Björnssyni, Tryggva Guðmundssyni og Allan Borgvardt en það vantar núna. Úlfur Ágúst Björnsson gæti örugglega skorað meira en tíu mörk ef hann spilaði allt tímabilið en hann er í skóla í Bandaríkjunum. Leikmannahópur FH hefur ekki verið styrktur nægilega mikið í vetur og fjárhagsstaða félagsins er ekki nægilega góð.

Lykilmenn: Böðvar Böðvarsson og Kjartan Kári Halldórsson
Böðvar er að fara inn í sitt annað tímabil með FH eftir að hafa komið heim úr atvinnumennsku. Böðvar var sterkur á síðasta tímabili en hann getur leyst margar stöður fyrir FH-inga. Mögulega mun hann byrja tímabilið í hjarta varnarinnar. Kjartan Kári var besti leikmaður FH á síðasta tímabili og hefði orðið dýrasti leikmaður í sögu íslenska boltans ef hann hefði gengið í raðir Vals fyrir stuttu. FH samþykkti tilboð en hann valdi sjálfur að vera áfram. Þetta verður liðið hans í sumar og ábyrgðin verður mikil.

Gaman að fylgjast með: Gils Gíslason
Strákur sem er fæddur árið 2007 og hefur verið að heilla á undirbúningstímabilinu. Þessi efnilegi kantmaður gerði þrjú mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum. Gils, sem var á láni hjá ÍR í fyrra, varð yngsti leikmaður í sögu efstu deildar er hann kom inn á fyrir FH gegn ÍA undir lokin á tímabilinu 2022. Hann gæti fengið stærri rullu á tímabilinu og það verður gaman að fylgjast með honum.

Spurningamerkin: Hvernig lítur vörnin út? Hvernig kemur nýi markvörðurinn inn í þetta? Nær FH að blanda sér í Evrópubaráttu?

Völlurinn: Kaplakriki er einn glæsilegasti völlur landsins. Þetta er leikvangur. Svæði FH er stórt og þar eru nokkur fótboltahús ásamt Kaplakrikavelli. Það er stúka báðum megin og þarna er mikil saga. Mögulega verður komið hybrid-gras á völlinn þegar næsta tímabil gengur í garð.

Komnir:
Mathias Rosenörn frá Stjörnunni
Bragi Karl Bjarkason frá ÍR
Birkir Valur Jónsson frá HK
Einar Karl Ingvarsson frá Grindavík
Tómas Orri Róbertsson frá Breiðabliki (var á láni hjá Gróttu)
Gils Gíslason frá ÍR (var á láni)

Farnir:
Logi Hrafn Róbertsson til Króatíu
Ólafur Guðmundsson til Álasunds
Sindri Kristinn Ólafsson til Keflavíkur
Vuk Oskar Dimitrijevic í Fram
Finnur Orri Margeirsson hættur
Ingimar Torbjörnsson Stöle í KA (var á láni)
Robby Wakaka til Belgíu



Leikmannalisti:
12. Mathias Rosenörn (m)
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
2. Birkir Valur Jónsson
5. Einar Karl Ingvarsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Arnór Borg Guðjohnsen
14. Dagur Traustason
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
18. Kristján Flóki Finnbogason
21. Böðvar Böðvarsson
22. Gils Gíslason
23. Tómas Orri Róbertsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
33. Bragi Karl Bjarkason
35. Allan Purisevic
36. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
37. Baldur Kári Helgason
Úlfur Ágúst Björnsson

Fyrstu fimm leikir FH:
7. apríl, Stjarnan - FH (Samsungvöllurinn)
13. apríl, Vestri - FH (Kerecisvöllurinn)
23. apríl, FH - KR (Kaplakrikavöllur)
27. apríl, KA - FH (Greifavöllurinn)
4. maí, FH - Valur (Kaplakrikavöllur)

Spámennirnir: Anton Freyr Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Kári Snorrason, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Sölvi Haraldsson, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner