Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 03. apríl 2014 23:38
Magnús Már Einarsson
Heimir Guðjóns um Ármann: Get ekki gefið allt upp
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég viðurkenni að ég æsti mig aðeins," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH við Fótbolta.net um hálfleiksræðu sína gegn Fjölni í kvöld.

FH var 2-0 undir í leikhléi en snéri taflinu sér í hag í síðari hálfleik og landaði 3-2 sigri.

,,Þetta var hörkuleikur. Fjölnismenn voru mjög öflugir og grimmir og létu okkur virkilega hafa fyrir hlutunum. Þeir voru sterkir varnarlega og með öflugar skyndisóknir. Þessi frammi var að valda okkur vandræðum, ég held að hann hafi hlaupið 20 kílómetra í leiknum."

FH-ingar eru í leit að liðsstyrk þessa dagana en þeir vilja styrkja varnarleikinn.

,,Við viljum vanda til verksins og fá leikmenn sem geta fallið í skipulagið okkar. Sú leit stendur yfir og ég vona að það gangi fljótlega. Við þurfum að leysa varnarstöðurnar. Við urðum fyrir mikilli blóðtöku á móti HK þegar Sam Tillen meiddist. Hann er að mínu mati besti vinstri bakvörðurinn í íslensku deildinni."

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net reyndi FH að fá Ármann Smára Björnsson varnarmann ÍA í sínar raðir án árangurs en Heimir vill ekki tjá sig um það.

,,Ég get ekki gefið allt upp, því miður. Það er ekki já eða nei," sagði Heimir aðspurður hvort þetta sé rétt.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner