Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   sun 03. september 2023 17:18
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns: Alvöru menn eru ekkert að bíða og klára þetta bara sjálfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við góðir megnið af leiknum. Við vorum góðir líka í fyrri hálfleik. Við vorum að koma okkur í mjög góðar stöður en þá vantaði kannski lokasendinguna. Við spiluðum líke vel í seinni hálfleik og sköpuðum okkur mörg góð færi. Sanngjarn sigur á erfiðum útvivelli. Það sem ég er ánægðastur með er að við héldum hreinu við höfum ekki gert það oft í sumar. Við komum okkur í efri 6 eins og markmiðið var áður en mótið byrjaði. Það er fínt.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-0 sigur á Breiðablik í dag. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FH

Eftir að hafa tapað 3-0 heima gegn KA í seinasta leik var Heimir mjög ánægður með svarið hjá sínum mönnum í dag en fannst þó frammistaðan ekki það slök á móti KA.

„Mér fannst við töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum á móti KA og vorum að gefa klaufaleg mörk. En það er rétt það er gott að svara fyrir það. Það er bara þannig að alvöru menn eru ekkert að bíða og sjá hvað er að gerast í öðrum leikjum, þeir bara klára þetta sjálfir þeir gerðu það í dag og ég er stoltur af því.“

Heimir var spurður út í það hvort leikurinn sigraðist á eihverjum ákveðnum stað í dag.

„Mér fannst hann sigrast á því að það var gríðarleg samstaða í liðinu og við vorum góðir að yfirmanna svæðin á móti Blikunum sem maður þarf að gera. Mér fannst við ná að læsa þeim í svæðin sem við vildum að þeir myndu fara. Þeir voru ekki að skapa sér mikið og við vorum góðir í skyndisóknum fannst mér. Við héldum einnig boltanum vel innan liðsins og náðum að færa hann milli vængja.“

FH náðu að klára leikinn alveg í lokin með marki frá Eetu Mömmö en Heimir talaði um hversu sætt var að sjá boltann syngja í netinu. 

„Það var frábært. Líka frábært fyrir Eetu sem er frábær leikmaður en hefur verið mikið frá í sumar vegna meiðsla. Frábærlega klárað hjá honum og vonandi hjálpar þetta honum í framhaldinu.“

Heimir var þá spurður að lokum hvernig umspilið blasir við honum.

Markmiðið var að komast í evrópu og núna erum við komnir þangað og núna höfum við tvær vikur til að bæði endurheimta og æfa vel og vera klárir eftir tvær vikur og þá finnum við næstu markmið.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að lokum eftir magnaðan 2-0 sigur á Breiðablik í dag. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir