„Það er pirrandi að tapa þessum leik," sagði Ágúst Orri Þorsteinsson, leikmaður U19 landsliðsins, eftir 1-2 tap gegn Spáni í fyrsta leik á Evrópumótinu.
„Við héldum ekki nægilega vel í boltann í fyrri hálfleik. Þegar við fórum að halda í boltann þá fór að ganga vel. Spánverjarnir voru ekkert betri en við í seinni hálfleik. Við skoruðum þetta mark og hefðum getað jafnað leikinn."
„Við héldum ekki nægilega vel í boltann í fyrri hálfleik. Þegar við fórum að halda í boltann þá fór að ganga vel. Spánverjarnir voru ekkert betri en við í seinni hálfleik. Við skoruðum þetta mark og hefðum getað jafnað leikinn."
Lestu um leikinn: Ísland U19 1 - 2 Spánn U19
„Við vorum frekar rólegir á boltann (í seinni hálfleik) og þorðum að halda í hann. Við erum góðir með boltann þó við séum Ísland. Það er pirrandi að tapa þessu."
Ágúst skoraði mark Íslands í uppbótartíma og var hann ánægður með það. „Róbert Frosti var góður með boltann, hann tekur skotið og það er komið í veg fyrir það. Boltinn dettur fyrir mig og ég legg hann í fjær."
Næsti leikur er á móti Noregi og það er núna lykilleikur í riðlinum. „Við þurfum að vinna Norðmenn," sagði Ágúst en hann er á mála hjá Breiðabliki. Hann hefur ekki verið í stóru hlutverki og viðurkennir að hann hefði viljað vera búinn að spila meira. Hann sagðist þó ekki finna fyrir litlu leikformi í kvöld.
„Mér fannst ég hlaupa ekkert eðlilega mikið. Ég er í flottu standi."
Ágúst var svo spurður út í það hvort hann væri búinn að frétta af úrslitunum úr undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem lið hans, Breiðablik, tapaði á dramatískan hátt í vítaspyrnukeppni gegn KA. „Þetta er skellur, þetta er mjög pirrandi," sagði Ágúst en núna er hann með fulla einbeitingu á næsta leik gegn Noregi á föstudaginn.
Athugasemdir





















