Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 04. júlí 2023 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Ágúst Orri: Erum góðir með boltann þó við séum Ísland
Icelandair
„Það er pirrandi að tapa þessum leik," sagði Ágúst Orri Þorsteinsson, leikmaður U19 landsliðsins, eftir 1-2 tap gegn Spáni í fyrsta leik á Evrópumótinu.

„Við héldum ekki nægilega vel í boltann í fyrri hálfleik. Þegar við fórum að halda í boltann þá fór að ganga vel. Spánverjarnir voru ekkert betri en við í seinni hálfleik. Við skoruðum þetta mark og hefðum getað jafnað leikinn."

Lestu um leikinn: Ísland U19 1 -  2 Spánn U19

„Við vorum frekar rólegir á boltann (í seinni hálfleik) og þorðum að halda í hann. Við erum góðir með boltann þó við séum Ísland. Það er pirrandi að tapa þessu."

Ágúst skoraði mark Íslands í uppbótartíma og var hann ánægður með það. „Róbert Frosti var góður með boltann, hann tekur skotið og það er komið í veg fyrir það. Boltinn dettur fyrir mig og ég legg hann í fjær."

Næsti leikur er á móti Noregi og það er núna lykilleikur í riðlinum. „Við þurfum að vinna Norðmenn," sagði Ágúst en hann er á mála hjá Breiðabliki. Hann hefur ekki verið í stóru hlutverki og viðurkennir að hann hefði viljað vera búinn að spila meira. Hann sagðist þó ekki finna fyrir litlu leikformi í kvöld.

„Mér fannst ég hlaupa ekkert eðlilega mikið. Ég er í flottu standi."

Ágúst var svo spurður út í það hvort hann væri búinn að frétta af úrslitunum úr undanúrslitum Mjólkurbikarsins þar sem lið hans, Breiðablik, tapaði á dramatískan hátt í vítaspyrnukeppni gegn KA. „Þetta er skellur, þetta er mjög pirrandi," sagði Ágúst en núna er hann með fulla einbeitingu á næsta leik gegn Noregi á föstudaginn.
Athugasemdir