Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
banner
   mán 05. maí 2014 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Árni Vill: Ánægður með að fólk hafi trú á mér í Fantasy
Árni Vilhjálmsson
Árni Vilhjálmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var í heildina ánægður með frammistöðu liðsins er það gerði 1-1 jafntefli við FH í síðasta leik fyrstu umferðar.

Tómas Óli Garðarsson kom Blikum yfir með góðu marki en Páll Olgeir Þorsteinsson lagði markið upp. Það var svo Hólmar Örn Rúnarsson sem jafnaði metin eftir hornspyrnu og þar við sat.

,,Jájá svona heilt yfir þá held ég að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. Þeir eiga skalla í slá í stöðunni 1-1, kannski hálfsénsar en ekkert mikið meira en það. 1-1 eru sanngjörn úrslit

,,Við ætlum að byrja með hápressu og mér fannst það ganga vel fyrstu fimmtán og mér fannst við stjórna leiknum þá. Þeir eru sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik en við getum betur en þetta og sýnum það í næsta leik."

,,Mér fannst fínt að spila hérna og alltaf gaman að komast á gras. Við erum búnir að æfa núna þrjár æfingar á grasi og kannski ekki okkar besta grasi en völlurinn okkar er klár og hann verður líklegast eins og Kaplakrikavöllur."

,,Maður getur allltaf gert eitthvað betur. Það er alltaf eitthvað sem betur má fara, maður gerði sitt besta og heilt yfir er ég ágætlega sáttur. Ég fer í leikinn til að gera eins vel og ég get fyrir liðið, ég er ánægður með að fólk hefur trú á mér og setur mig í Fantasy-liðið,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner