Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 05. maí 2014 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Árni Vill: Ánægður með að fólk hafi trú á mér í Fantasy
Árni Vilhjálmsson
Árni Vilhjálmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var í heildina ánægður með frammistöðu liðsins er það gerði 1-1 jafntefli við FH í síðasta leik fyrstu umferðar.

Tómas Óli Garðarsson kom Blikum yfir með góðu marki en Páll Olgeir Þorsteinsson lagði markið upp. Það var svo Hólmar Örn Rúnarsson sem jafnaði metin eftir hornspyrnu og þar við sat.

,,Jájá svona heilt yfir þá held ég að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. Þeir eiga skalla í slá í stöðunni 1-1, kannski hálfsénsar en ekkert mikið meira en það. 1-1 eru sanngjörn úrslit

,,Við ætlum að byrja með hápressu og mér fannst það ganga vel fyrstu fimmtán og mér fannst við stjórna leiknum þá. Þeir eru sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik en við getum betur en þetta og sýnum það í næsta leik."

,,Mér fannst fínt að spila hérna og alltaf gaman að komast á gras. Við erum búnir að æfa núna þrjár æfingar á grasi og kannski ekki okkar besta grasi en völlurinn okkar er klár og hann verður líklegast eins og Kaplakrikavöllur."

,,Maður getur allltaf gert eitthvað betur. Það er alltaf eitthvað sem betur má fara, maður gerði sitt besta og heilt yfir er ég ágætlega sáttur. Ég fer í leikinn til að gera eins vel og ég get fyrir liðið, ég er ánægður með að fólk hefur trú á mér og setur mig í Fantasy-liðið,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner