Magnús Gylfason, þjálfari Vals, var svekktur eftir 3-1 tap sinna manna gegn Fram í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld.
Valur var 1-0 yfir þegar rúmar 80 mínútur voru liðnar en Framarar enduðu á að vinna magnaðan 3-1 sigur.
„Við missum mann út af í meiðsli og vorum lengi að koma honum inn á aftur og á meðan skora þeir. En þetta var bara einbeitningarleysi, eins og alltaf þegar lið fær á sig mörk,“ sagði Magnús við Fótbolta.net.
„Heilt yfir erum við búnir að gefa mikið af strákum séns og ég er búinn að sjá marga af yngri strákunum stíga upp, og ég er ánægðastur með það. Við erum með marga frá, en það afsakar auðvitað ekki þetta tap. En ég hefði viljað hafa tvo til þrjá leikmenn til viðbótar leikhæfa í þessu móti.“
Viðtalið má sjá hér að ofan, en þar ræddi hann meðal annars leikmannamál.
Athugasemdir























