Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 06. október 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: UMFN
Gylfi Tryggvason hefur verið ráðinn inn sem fyrsti þjálfari meistaraflokks kvenna eftir að kvennadeild Grindavíkur sameinaðist kvennadeildinni í Njarðvík í haust.

Gylfi mun því stýra Grindavík/Njarðvík í Lengjudeildinni á næsta ári og gerir hann samning við félagið sem gildir til þriggja ára, eða út keppnistímabilið 2027.

Gylfi starfaði síðast sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK og sá einnig um yngriflokka þjálfun þar. Hann býr yfir góðri reynslu úr íslenska boltanum eftir að hafa þjálfað hjá Fylki, Stjörnunni og Árbæ og þá er hann mikill áhugamaður um neðri deildirnar í íslenska boltanum, þar sem hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa haldið uppi hlaðvarpsþáttunum Ástríðan sem fjölluðu um neðri deildir karla en hættu á síðasta ári - auk þess að hafa starfað sem dómari.

Markmið Gylfa í nýju starfi verður að byggja upp öflugt lið þar sem ungar stelpur fá tækifæri til að blómstra.




Athugasemdir
banner
banner