Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 06. október 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: UMFN
Gylfi Tryggvason hefur verið ráðinn inn sem fyrsti þjálfari meistaraflokks kvenna eftir að kvennadeild Grindavíkur sameinaðist kvennadeildinni í Njarðvík í haust.

Gylfi mun því stýra Grindavík/Njarðvík í Lengjudeildinni á næsta ári og gerir hann samning við félagið sem gildir til þriggja ára, eða út keppnistímabilið 2027.

Gylfi starfaði síðast sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK og sá einnig um yngriflokka þjálfun þar. Hann býr yfir góðri reynslu úr íslenska boltanum eftir að hafa þjálfað hjá Fylki, Stjörnunni og Árbæ og þá er hann mikill áhugamaður um neðri deildirnar í íslenska boltanum, þar sem hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa haldið uppi hlaðvarpsþáttunum Ástríðan sem fjölluðu um neðri deildir karla en hættu á síðasta ári - auk þess að hafa starfað sem dómari.

Markmið Gylfa í nýju starfi verður að byggja upp öflugt lið þar sem ungar stelpur fá tækifæri til að blómstra.




Athugasemdir
banner
banner