„Þessi leikvangur er geggjaður, stærðin á honum er frábær, 10 þúsund manns. Þetta er gryfja, hann er smá niðurgrafinn og það finnst mér flott," segir Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Sýn, en hann er kominn til Lúxemborgar.
Lúxemborg og Ísland mætast annað kvöld klukkan 18:45 og horfa Íslendingar öfundaraugum á nýjan þjóðarleikvang heimamanna.
Lúxemborg og Ísland mætast annað kvöld klukkan 18:45 og horfa Íslendingar öfundaraugum á nýjan þjóðarleikvang heimamanna.
„Það er uppselt á leikinn á morgun og ég held að það verði brjáluð stemning hérna, stemning sem við Íslendingar ættum svo sannarlega skilið að fá að upplifa heima á Íslandi."
Á fréttamannafundi i dag sagði Jóhann Berg Guðmundsson frá því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði mætt í morgunmat til landsliðsins í morgun. Þar talaði hann við hana um þörfina á nýjum velli.
„Hún verður væntanlega á vellinum á morgun og þá er spurning að skora á hana að fá teikningarnar frá Lúxorunum."
Sjáðu viðtalið við Stefán í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Stefán einnig um útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leiknum og spáir í spilin.
Athugasemdir























