Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   lau 08. maí 2021 22:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helgi Guðjóns: Töluðu um að þeir sáu eiginlega ekki neitt
Gott á milli okkar Arnars, eigum gott samband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkjandi að fara bara með eitt stig en við börðumst eins og við gátum til enda og verðum bara að taka þetta stig," sagði Helgi Guðjónsson, markaskorari Víkings, við Hafliða Breiðfjörð eftir jafntefli gegn ÍA í kvöld.

„Ég held að þetta hafi ekki verið skemmtilegt að horfa á. Þetta var bara einhverjar kýlingar og vona það besta einhvern veginn. Sólin og vindurinn, þetta var bara leiðinlegt að spila í þessu. Sólin lækkaði í seinni hálfleik og strákarnir í vörninni töluðu um það að þeir sáu eiginlega ekki neitt."

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Víkingur R.

Helgi skoraði eftir rúmar 50 sekúndur, hvernig upplifði hann þetta mark?

„Kalli fékk hann eftir hornið og tók einhverja hælspyrnu og hann varði hann bara í mig og inn. Það þarf að vera þarna til að skora."

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, bað Helga afsökunar á því að hafa ekki valið hann í byrjunarliðið í síðasta leik.

„Maður verður bara að vera á tánum, við erum með hörku hóp og maður verður að nýta tækifærið þegar það gefst. Ég náði að setja eitt í dag og verð að halda áfram. Hann var búinn að segja þetta við mig, það er gott á milli okkar Arnars og við eigum gott samband," sagði Helgi að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner