Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mið 08. júní 2022 20:51
Arnar Laufdal Arnarsson
Davíð Snorri: Erum búnir að klára tvö skref af þremur
Icelandair
Alltaf létt yfir Davíð Snorra
Alltaf létt yfir Davíð Snorra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var létt yfir Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara íslenska U-21 árs landsliðsins eftir mikilvægan sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni fyrir Evrópumót U-21 árs landsliða.

"Þetta var sætur sigur klárlega, byrjuðum frábærlega og hápressan skemmtileg hjá okkur svo getur verið eitt það erfiðasta sem maður gerir í fótbolta það er að reyna finna jafnvægi milli þess að pressa og ekki pressa og það tók okkur smá tíma að átta sig á því. Hvít-Rússarnir eru líka bara með flott lið en svo í seinni náðum við að loka á þá og þetta moment var alltaf að fara koma, þetta 3-1 mark og ég er bara rosalega stoltur af strákunum, við erum búnir að klára tvö skref af þremur" Sagði Davíð Snorri í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.


Lestu um leikinn: Ísland U21 3 -  1 Hvíta Rússland U21

Íslenska liðið gerði vel í fyrri hálfleik að pressa Hvít-Rússana en svo í seinni hálfleik skipti Davíð Snorri um leikkerfi og leyfi Hvít-Rússunum að sækja aðeins.

"Þeir voru meira með boltann en við erum búnir að vera fínir í að liggja, við skiptum í 3-5-2 og höfum verið flottir í því kerfi og það var gott að eiga það uppi í erminni í dag. Við vorum að spila við gott lið og gott að sýna andlegan styrk, að þurfa breyta í miðjum leik, að takast á við það og bara elska það að verjast"

Það hlýtur að hafa verið gríðarlegur léttir að klára leikinn í lokin þegar að Viktor Örlygur skoraði þriðja mark Íslendinga.

"Já klárlega léttir og við vissum við myndum alltaf fá sénsa, ef þú leggur svona mikið á þig þá endaru alltaf á því að fá einhver verðlaun, við erum í þessu til að spila góðan varnarleik, skora mörk. Sénsinn kom og þetta var virkilega vel útfært hjá strákunum"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Davíð talar t.d. um meiðslin hjá Ísaki Snæ og Brynjólfi Willumssyni sem og lokaleikinn gegn Kýpur á laugardaginn.


Athugasemdir
banner