Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fim 08. september 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd aflýsti blaðamannafundi eftir leikinn vegna fráfalls Elísabetar
Mynd: Getty Images

Það ríkir þjóðarsorg á Bretlandseyjum eftir að Elísabet Bretlandsdrottning lést í dag.


Það kom tilkynning um andlátið stuttu áður en flautað var til leiks á Old Trafford þar sem Manchester United og Real Sociedad áttust við. Það var mínútu þögn fyrir leikinn og United lék með sorgarbönd.

Leiknum lauk með 1-0 sigri gestana þar sem Brais Mendez skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tæplega klukkutíma leik.

United aflýsti fréttamannafundi eftir leikinn vegna fráfalls drottningarinnar.

Næsti leikur United er gegn Crystal Palace á Selhurst Park á sunnudaginn. Það er búið að fresta leikjum morgundagsins á Englandi og spurning hvort það verði frestun á öllum leikjum helgarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner