,,Það er mjög mikil spenna og tilhlökkun. Þetta er mikilvægur leikur og ég hlakka mikið til," sagði landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson við Fótbolta.net í gær en Ísland mætir Kýpur í mikilvægum leik undankeppni HM á morgun.
Pepsi-deildin kláraðist í lok síðasta mánaðar en Hannes og Gunnleifur Gunnleifsson hafa haldið sér í formi fyrir komandi landsleiki.
,,Við markverðirnir héldum okkur við með okkar aðferðum. Ég fékk að æfa aðeins með Blikunum og svo vorum við sjálfir með Gumma Hreiðars, kíktum í ræktina og gerðum hitt og þetta til að halda okkur ferskum."
Íslenska liðið er í harðri baráttu um sæti á HM. Finnur Hannes fyrir pressu fyrir leikinn?
,,Já já en maður finnur allta fyrir pressu fyrir landsleiki. Það var pressa fyrir síðasta leik og fyrir alla leiki í riðlinum, það er ekkert nýtt."
,,Þetta er svipuð tilfinning og fyrir flesta leiki. Auðvitað er þetta stór og mikilvægur leikur en maðu reynir að leiða það hjá sér og mæta í þennan leik eins og alla aðra."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
























